V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Side 15
VESTMANNAEYJAR
1. Landslag og jarðsaga
Vestmannaeyjar eru eyjaklasi viö
suöurströnd íslands, í suövesturátt
frá Eyjafjöllum og Eyjafjallajökli
sem viö þær munu kennd.
Hekla, Selfoss og Vestmannaeyjar
mynda þríhyrning sem er nærri
jafnhliða, og eru Vestmannaeyjar
syösta hornið í honum.
Aöeins ein eyjanna er í byggö,
Heimaey, en alls eru eyjarnar 15 og
auk þeirra fjöldi skerja og dranga.
Heimaey er stærsta eyjan, hún er
um 16 ferkílómetrar aö flatarmáli,
um 6 km aö lengd en um 3 km á
breidd þar sem hún er breiðust.
Næst Heimaey aö stærö er Surtsey
sem er um 2,5 ferkílómetrar aö
flatarmáli. Eyjarnar hafa myndast
viö eldvirkni og er þeirri sköpunar-
sögu ekki lokiö, eins og kom í Ijós
viö myndun Surtseyjar og gosiö í
Heimaey.
Þaö var snemma morguns 13.
nóvember 1963 aö menn uröu varir
viö stórkostleg eldsumbrot í hafinu
rétt sunnan og vestan viö Vest-
mannaeyjar, en þar haföi verið um
130 m dýpi. Daginn eftir örlaði á
nýrri eyju. Gosiö hélt áfram mánuö-
um saman fyrst sem sprengigos,
sem var stórkostlegt á aö horfa,
grjótflugiö er talið hafa komist í
meira en 2 km hæö og gosmökkur-
inn miklu hærra.
í apríl 1964 hætti sprengigosiö og
viö tók hraungos er stóö í um þaö bil
ár. Þetta gos byggöi eyjuna upp og
treysti hana. Hún náöi 173 m hæö
þar sem hún er hæst og varö um 2,5
ferkílómetrar.
Ári síðar hófst gos um 1 km sunnan
viö Surtsey og hlóöst þar smám
saman upp önnur eyja er nefnd var
Syrtlingur. En brim og stormar
unnu á henni og eru þar nú aðeins
grynningar.
Á jólum 1965 hófst enn gos, í þetta
sinn um 600 m sunnan Surseyjar
og hlóöst þar upp lítil eyja. Þaö gos
stóö um 8 mánuði, en seint á árinu
1966 opnaðist gossprunga í Surts-
ey og flæddi hraun úr henni fram í
sjó.
Síðan hefur allt veriö meö kyrrum
kjörum í Surtsey, hún hefur veriö
friðland og rannsóknarstaöur vís-
indamanna. En hafið brýtur á henni
í sífellu og fer eyjan minnkandi
hægt og hægt.
Surtseyjargosiö er mesta sjávargos
á íslandi, þeirra er menn hafa
sögur af, og í hópi lengstu sam-
felldra eldgosa á íslandi frá því aö
sögur hófust.
En surtur var ekki alveg dauður þótt
hlé yröi á gosum í Surtsey. Aðfara-
nótt 23. janúar 1973 vöknuöu
Heimaeyingar viö þaö aö eldgos
var í eynni noröan viö Helgafell. Svo
vel vildi til aö veöur var hagstætt og
flotinn í höfn, og var því hægt aö
flytja alla íbúana til meginlandsins
á fáeinum klukkustundum. Ösku-
fall og hraunmolar frá gosinu ollu
stórskemmdum á bænum þegar
fyrstu daga gossins. Fjöldi húsa
lenti undir ösku og enn fleiri
brunnu.
Framan af rann hraunið í austurátt
og þar í sjó fram, en öskufallshrinur
dundu á bænum. En eftir um þaö
bil hálfan mánuö fór hraunið aö
renna til vesturs meö sjónum og
stefndi á hafnargarðinn.
19. og 20. febrúar geröist þaö svo
aö hraunstraum lagöi til vesturs og
vesturhlið vikurfells þess er mynd-
ast haföi viö gosið skreiö fram og
gígbarmurinn hrundi. Þá hófst
hraunrennsli til bæjarins og hélst
þaö meö litlum hléum allan mars-
mánuö.
Um þetta leyti voru horfurnar
ískyggilegri en nokkru sinni fyrr, allt
benti til þess aö hraunstraumurinn
myndi loka höfninni og hrauniö
leggja undir sig bæinn. En menn
gáfust ekki upp. Barist var viö
hraunið með því aö kæla hraun-
strauminn meö sjó. Þetta þótti
heldur vonlítil barátta fyrst í staö, en
smám saman fengust öflugri dælur.
Ótrúlegu magni vatns var dælt á
glóandi hraunið, og þaö haföi sín
13
Innsiglingin i Vestmanneyjahöfn, ,,endurbætt“ frá náttúrunnar hendi eftir gos.