V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Side 21
Helgi Ólafsson tefldi á báöum al-
þjóölegu landsbyggöarmótunum
1984 og sigraði í hinu síöara, í Nes-
kaupstað. Hann hefur einnig verið
óþreytandi þátttakandi í helgarmót-
um Tímaritsins Skákar og sigraö í
þeim oftar en nokkur annar.
Helgi Ólafsson er blaöamaöur á
Nútímanum. Hann hefur skrifaö
mikið um skák og hóf blaða-
mennsku sem skákfréttaritari Þjóö-
viljans. Skákskrif hans hafa þótt
taka öörum fram.
Jón L. Árnason
Fæddur 13.11.1960
Skákstig 2495
Alþjóðlegur meistari 1979
Jón L. Árnason, 23 ára viöskipta-
fræöinemi, fékk óskabyrjun á sín-
um skákferli meö því aö setja tvö
aldursmet sem enn standa. Áriö
1976 varö hann skákmeistari Taflfél-
ags Reykjavíkur aöeins 15 ára
gamall og áriö eftir varö hann síðan
íslandsmeistari.
Frægasta sigurinn vann Jón þó
1977 er hann sigraði á heims-
meistaramóti unglinga 16 ára og
yngri í Cagnes Sur Mer í Frakk-
landi. Þarskaut hann sjálfum Garry
Kasparov ref fyrir rass og er eini ís-
lendingurinn sem nokkru sinni hef-
ur verið sæmdur heimsmeistaratitli
í sínum flokki af Alþjóöaskáksam-
bandinu.
Síöan þá hefur Jóni aö vísu ekki
tekist aö halda í viö Kasparov en þó
oft náö góöum árangri á skákmót-
um hér heima og erlendis. Hann
varö alþjóðlegur meistari áriö 1979
eftir góöan árangur á mótum í New
York 1978 og í Póllandi áriö eftir.
Hann varö síöan íslandsmeistari í
annað sinn áriö 1982 og Reykjavík-
urmeistari 1981.
Jón sigraði á alþjóölegum skákmót-
um í New York 1980 og í Zug í Sviss
haustið 1983 en þar var um aö
ræöa mót æskumanna, 26 ára og
yngri. Frá Sviss hélt Jón til Júgó-
slavíu þar sem hann tók þátt í tveim-
ur alþjóðlegum skákmótum með
mjög góöm árangri.
Jón hefur verið í Ólympíusveit ís-
lands frá 1978 og einnig verið meö
á öllum Reykjavíkurskákmótum frá
sama tíma. Þrátt fyrir mikla tafl-
mennsku síöustu tvö árin ætlar
stórmeistaraáfanginn aö láta bíöa
eftir sér. Bestum árangri á alþjóð-
legu mótunum í fyrra náöi hann á
Alþjóðlega skákmótinu í Grindavík,
en þar var Jón í 2.-3. sæti meö 7
vinninga.
Á íslandsþinginu 1984 lenti Jón í
2.-3. sæti ásamt Margeiri Péturs-
syni.
Jón tók þátt í tveim alþjóðlegum
mótum erlendis 1984. Fyrst á mjög
sterku móti í Oslo, þar sem hann
geröi meðal annars jafntefli viö
sjálfan heimsmeistarann A. Karpov
og síöan á Norðursjávarmótinu í-
Esbjerg þar sem hann, eftir aö hafa
tapað fyrir stigalægsta manni móts-
ins, hefndi sín á stórmeistaranum.
A. Miles í einni af sérviskulegu
byrjununum sem Jón teflir gjarnan.
Á Ólympíuskákmótinu í Saloniki í
Grikklandi 1984 hlaut Jón langbest
vinningshlutfall íslensku keppend-
anna, eöa 71/2 vinning af 10 tapaöi
þar engri skák.
Fræg varö skák hans viö skák-
meistara Sovétríkjanna, stórmeist-
arann Sokolov. Þar tefldi Jón sf ift til
sigurs og haföi yfirspilaö Sovét-
manninn og stóö til vinnings er
heiftarlegt tímahrak neyddi báöa til
aö þráleika.
Jón var lengi tregur til þáttöku í
Húsavík en þegar trölliö lét til leið-
ast og ákvaö aö láta reyna á stöö-
una var áfangi í næstu höfn og
glæstur sigur á mótinu.
Nú þegar Jón sest niður i Vest-
mannaeyjum hefur hann 1 áfanga
til stórmeistaratitils þ.e.a.s. 11. skák-
ir af 24 nauðsynlegum sem tefla
þarf á réttindamótum. Mótiö hér í
Eyjum hefur þann kost aö þar eru
tefldar 13 skákir. Nú er bara aö sjá
hverju fram vindur.
Guðmundur Sigurjónsson
Fæddur 25.09.1947
Skákstig: 2485
Alþjóðlegur meistari 1970
Stórmeistari 1975
Guömundur Sigurjónsson er nokk-
uö eldri í hettunni en hinir íslensku
keppendurnir. Áöur en nýbylgjan,
meö Chicagogengiö og Helga
Ólafsson í broddi fylkingar, kom til
sögunnar voru Guðmundur og
Friörik óumdeilanlega öflugustu
skákmenn íslendinga. Guömundur
hefur þrívegis orðið íslandsmeist-
ari, árin 1965, 1968 og 1972. Fræg-
ur er sigur hans á IV. Reykjavíkur-
skákmótinu 1970 sem færöi honum
nafnbót alþjóðameistara. Síöan tók
þaö fimm ár aö bæta stórmeistara-
titlinum viö.
Um þaö leyti sem Guömundur lauk
lögfræöiprófi áriö 1973 ákvaö hann
aö gerast atvinnumaður í skák, og
síðastliðinn áratug hefur hann teflt
í fjölmörgum alþjóölegum skákmót-
um meö góöum árangri, án þess þó
aö hann geti talist hamhleypa í
þeim efnum eins og sumir yngri
skákmeistara okkar.
Fjórum sinnum hefur Guðmundur
teflt á svæðamótum og ávallt veriö
nærri því aö komast áfram á milli-
svæöamót. Guömundur hefur
margsinnis teflt í sveitakeppnum
fyrir íslands hönd, m.a. í öllum
Ólympíumótum síöan 1966 nema
einu, 1980. Undanfariö hefur Guö-
mundur verið mjög virkur. í sept. sl.
tefldi hann á Skákþingi íslands, í
nóv. á Ólympíumótinu í Grikklandi.
Afmælismót SÍ kom næst, þá Húsa-
vík og nú hér.
19