V. alþjóðamótið, Vestmannaeyjum - 28.05.1985, Side 22
Karl Þorsteins
Fæddur 13.10.1964
Skákstig: 2400
2. áfangar til alþm. meistara
Karl Þorsteins er yngstur keppenda
á Borgarnesmótinu. Hann hefur
verið í fremstu víglínu nánast frá
barnsaldri með ótal sigra að baki í
skólaskák og unglingakeppnum
fyrstu árin. M.a. varö hann Skóla-
skákmeistari íslands 1980 í eldri
flokki. Sultuklessan í rjómabreið-
unni mun þó vera sigur hans í
Heimsmeistaramóti barna sem
haldið var á vegum Sameinuðu
Þjóðanna í Puerto Rico árið 1979.
Karl varð Skákmeistari Taflfélags
Reykjavíkur 1982. Árið 1983 var
hann með í sigurförinni til Chicago
sem áður var nefnd. Hann hefur
verið þaulsætinn við skákborðið
síðan, náði mjög góöum árangri á
XI. Reykjavíkurmótinu í febrúar
1984 með 6V2 vinning í 11 skákum
og andstæðingarnir ekki af lakara
taginu, 8 stórmeistarar og 3 alþjóö-
legir meistarar. Síðar á árinu 1984
tók Karl þátt í Heimsmeistaramóti
unglinga í Kiljava og hafnaði í 3.
sæti. Þá tefldi Karl á Ólympíumóti
fyrir ísland í fyrsta sinn árið 1984.
Um páskana hreppti hann eftirsótt
virðingarheiti, Skákmeistari ís-
lands 1985.
Á alþjóðlega skákmótinu í Borgar-
nesi hlaut Karl hiö eftirsótta hnoss:
3. áfanga og nafnbótina Alþjóöleg-
ur meistari. Gaman veröur aö sjá
hvernig honum vegnar þegar að
hann nú hefur róðurinn aö stór-
meistaratitlinum.
Ingvar Ásmundsson
Fæddur 10.07.1943
Skákstig 2400
Ingvar tefldi mikiö hér á árum áður,
og tefldi margoft á studenta og
Ólympíumótum og á ýmsum mót-
um erlendis, yfirleitt með góöum ár-
angri. Skákmeistari íslands varö
hann ekki fyrr en 1979, en hann
haföi tvisvar sinnum lent í efsta
sæti, en beiö í bæöi skiptin lægri
hlut. í fyrra skiptið tapaði hann í ein-
vígi um íslandsmeistaratitilinn
gegn Ólafi Magnússyni, en í seinna
skiptiö stóöu leikar enn jafnir eftir
fjórar skákir gegn Jóni Kristinssyni.
Var þá gripiö til þess furöulega ráðs
að varpa hlutkesti um titilinn, og var
gæfan hliðholl Jóni í það skiptiö.
Á erlendum vettvangi ber hæst
glæsileg frammistaöa Ingvars á
World Open í Philadelphiu í Banda-
ríkjunum árið 1978. Þar náöi hann
efsta sæti ásamt þekktum stór-
meisturum.
Nú hin seinni ár hefur Ingvar lítið
teflt á opinberum vettvangi, en
,,miövikudags-menntur“ hans í
lönskólanum, þar sem hann skóla-
stýrir, eru víðfrægar. Ingvar tefldi á
alþjóöaskákmótinu í Bláa Lóninu í
Grindavík í fyrra og náði þar þokka-
legum árangri. Var sérstaklega
áberandi sterkur lokasprettur hans,
sem bendir eindregið til þess að
meö meiri æfingu ættu vinningarnir
varla aö láta á sér standa.
Bragi Kristjánsson
Fæddur 08.01. 1945
Skákstig 2295
Alþjóðlegur meistari í bréfskák
1984
Bragi Iærði mannganginn 7—8 ára
og byrjaði að tefla á skákmótum
haustið 1957. Árangurinn lét ekki
lengi á sér standa, og Bragi varð
Norðurlandameistari unglinga árið
1961 í Reykjavík. Bragi varð skák-
meistari Reykjavíkur 1968, og skák-
meistari Taflfélags Reykjavíkur ári
síðar. Bragi hefur oft teflt fyrir ís-
lands hönd erlendis, þar á meöal á
tveimur Ólympíumótum, árið 1964
og 1968, og á stúdentaskákmótum
árlega 1966 til 1971. Hann hefur
einnig teflt á fjórum alþjóðaskák-
mótum hérlendis, yfirleitt með góð-
um árangri. Bragi hefur líka lagt sitt
af mörkum á bréfskákmótum, og
var í fyrravetur sæmdur titlinum al-
þjóðlegur bréfskákmeistari, annar
íslendinga til aö ná þessum titli.
20