Skák


Skák - 01.09.2001, Qupperneq 3

Skák - 01.09.2001, Qupperneq 3
fiö s K A K Útgefandi: Skáksamband Islands Ritstjóri: Þráinn Guðmundsson Ritnefnd: Askell Orn Kárason Bragi Kristjánsson Þráinn Guðmundsson Umbrot: Aslaug Jósepsdóttir jmj@islandia.is Framkvæmdastjóri: Ásdís Bragadóttir Auglýsingar: Einar H. Guðmundsson Utanáskrift: Skáksamband Islands Pósthólf 8354 128 Re/kjavík tölvupóstur: siks@itn.is Sími: 568 9141 Fax: 568 9116 Efni m.a. Af erlendum vettvangi Til gamans gert Skák mánaðarins Mistök meistaranna og margt fleira Rabb Á því sumri sem nú er að kveðja hafa íslenskir skákmenn gert víð- reist og árangurinn ekki látið á sér standa þar sem þrír ungu meist- aranna okkar hafa náð áföngum að alþjóðlegum titli og stór hópur ungra manna hefur öðlast dýrmæta reynslu og eldskírn. Sumir hafa talað um íslenskt skákvor eftir deyfð í nokkur ár og líkt sumrinu við þá tíð upp úr 1980 er mestur uppgangur var í ís- lenskri skák og ótrúlegur blómatími fór í hönd. Tíminn einn mun leiða það í ljós, hvort hér er að hefjast nýtt blómaskeið í skákinni, - við vonum það sannarlega og Skák óskar þeim Braga Þorfmnssyni, Stefáni Kristjánssyni og Arnari Gunnarssyni til hamingju með áfang- ana. Það er hins vegar með ólíkindum að á meðan þeir voru í harðri keppni í sumar skyldi heyrast rödd héðan að heiman sem sendi þeim tóninn yfir hafið og gerði lítið úr árangrinum. Keppni í Landsliðsflokki íslandsþingsins er nú nýlokið, en um hana verður fjallað á öðrum stað í þessu blaði. Ástæða er þó til að fara hér nokkrum orðum um aðdraganda keppninnar. Þar voru fast- ir liðir eins og venjulega. Eg minnist þess varla að deilur og þras hafi ekki verið árviss undanfari Islandsþingsins allt frá 1925. Deilt hefur verið um staðsetningu (Reykjavík eða landsbyggðin), þátttökurétt, fjölda keppenda, landsliðsrétt, verðlaun, tímasetningu (á páskum eða ekki páskum), rétt eða réttleysi útlendinga - og svo mætti áfram telja. Og lögum hefur verið breytt, reglur settar og endanleg lausn fundin, jafnvel Monradkerfi eða áskorendakerfi-, þar sem teflt var um réttinn til að skora á ríkjandi Islandsmeistara, notað um tíma, en allt hefur komið fyrir ekki og enn vilja menn breyta til! Ég tel raunar keppnisform tveggja seinustu ára - útsláttarkeppni s.l. ár og 10 manna Landsliðsflokkur nú ekki til bóta og raunar frá- leitt að fækka keppendum niður í 10 þegar svo margir hefðu þurft að fá tækifæri til að spreyta sig. Það er næsta víst að er aftur líður að íslandsþingi munu menn setjast á rökstóla og setja nýjar reglur um “fjöreggið” sjálft. Þetta sýnir raunar að mönnum er ekki sama um þennan hornstein íslensks skáklífs. Hitt væri ills viti ef íslensk skák- forysta og skákmenn nenntu ekki lengur að þræta um flest sem tím- inn færir þeim upp í hendur! Næsta eintak af Skák verður helgað minningu Jóhanns Þóris Jóns- sonar sem hefði orðið sextugur á þessu hausti, væri hann enn á með- al okkar. Þráinn Guðmundsson S K Á K 203

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.