Skák


Skák - 01.09.2001, Blaðsíða 23

Skák - 01.09.2001, Blaðsíða 23
12. Þetta varðar ekki eins miklu þegar teflt er hér syðra þar sem flestir eða allir keppendur búa. Að auki má geta þess að það hef- ur ekki ósjaldan borið við að erfitt hefur verið að manna 12 manna flokk, a.m.k. þannig að stór hluti keppenda hefur lítið komi nærri baráttunni um titil- inn sjálfan. Þótt Fjarðabyggð gengi af skaptinu og Hafnfirð- ingar hlypu enn og aftur undir bagga með Skáksambandinu í þessu efni var ákveðið að láta fyrri ákvörðun um 10 manna flokk standa. Baráttan um brauðið Þessi fækkun úr 12 í 10 hafði ýmis áhrif. Harðar var barist um keppnisrétt fyrir vikið, áskor- endaflokkur var óvenju vel skip- aður í vor og þegar fréttist af for- föllum þeirra nafna Helganna Ólafssonar og Áss risu nokkra ýfingar meðal skákmanna um það hverjir skyldu skipa hin lausu sæti. Ekki blandar Tíma- ritið Skák sér í þær deilur öðru- vísi en að benda á að líklega hefði ekki verið hægt að manna flokkinn betur - að teknu tilliti til forfalla. Hér voru mættir til leiks flestir af okkar virkustu og efnilegustu skákmönnum og margir með nýlega titiláfanga undir hendinni. Framvindan í keppninni sjálfri sýndi líka að flokkurinn var mjög jafn - ef frá er skilinn sig- urvegarinn sjálfur sem bar nokk- uð af hinum. Áhorfendur sitja heima Mótið var merkilegt af fleiri sök- um; í fyrra var í fyrsta sinn reynt að senda skákirnar út á Netinu. Það tókst sæmilega þótt byrjun- arörðugleikar gerðu vart við sig. I þetta sinn var skrefið stigið til fulls; leikir í öllum skákunum aðgengilegir fyrir heimsbyggð alla í beinni útsendingu. Áhorfendur á skákstað voru fáir og raunar fátt gert til að laða þá að, enda miklu þægilegra að sitja bara til tölvuna heima og fylgjast með. Hvar sem er í heiminum! Séu hinir tölvutengdu taldir með má leiða líkum að því að aldrei hafi fleiri áhorfendur komið á nokkurt Islandsmót. Breyttir tímar - breyttar aðstæð- ur. Netvæðingunni fylgir það líka að menn spjalla saman um skák- irnar og mótið og liggja eklei á skoðunum sínum. Áður var minnst á deilur vegna vals á þátttakendum. Þar er enn eitt tímanna tákn á ferðinni; ákvarð- anir skákforystunnar eru nú mun sýnilegri en áður og hver sem er getur sagt sína skoðun á þeim á hinu ágæta Skákhorni. Oft verða menn óbilgjarnir og yfirlýsingaglaðir á þeim vett- vangi og víst er að sumir þátttak- enda í Landsliðsflokki hefðu gjarnan viljað hefja þátttöku sína lausir við glósur og gagn- rýnisraddir á Horninu. Sérlega þótti mér vegið að sjálfsögðum og eðlilegum rétti heimamanna í Hafnarfirði að fá það fyrir sinn snúð að hafnfirskur skákmaður tefldi á mótinu, einkum þegar þeir áttu kost á jafn góðum full- trúa og raun var á. Seint gengur sumum skákmönnum að skilja að þeir eru ekki einir í heimin- um og fyrirgreiðsla opinberra aðila sem fyrirtækja gerist aldrei sjálfkrafa. Úrslit mótsins urðu eins og vænst var. Stigahæsti keppand- inn, Hannes Hlífar Stefánsson sýndi nokkra yfirburði og sigraði örugglega. Hann komst langt á reynslu og rútínu og þurfti sjald- an að spýta verulega í lófana. Kollega hans í stórmeistarhópi, Þröstur Þórhallsson, var greini- lega ekki í góðri æfingu en fylgdi Hannesi þó fast eftir þar til hann tapaði fyrir Braga í 7. umferð. Af öðrum þátttakendum beindist athyglin einkum að þeim Þor- fmnssonum, Birni og Braga. Sá fyrrnefndi byrjaði betur; taplaus þegar tveimur umferðum var ólokið og átti góða möguleika á sínum fyrsta áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli. Það var þó ekki síður taflmennska hans sem vakti áhuga, djarfur, næstum ósvíf- inn stíllinn fleytti honum langt og þrátt fyrir allan glannaskap- inn slapp pilturinn ávallt við tap. Þetta dugði honum þó ekki í lokin og áfanginn rann honum úr greipum. Hann ætti þó ekki að vera langt undan. Bragi byrj- aði nokkuð brösuglega en með þremur sigrum í röð seint í mót- inu var hann farinn að eygja möguleika á sínum þriðja og síð- asta áfanga, en steytti á skeri í síðustu umferð þegar hann laut í lægra haldi fyrir öðrum titilveið- ara, Stefáni Kristjánssyni. Bragi endaði í 3-4. sæti ásamt Jóni Garðari Viðarssyni og á örugglega skammt eftir í lokaáfangann. Jón byrjaði afleitlega enda mjög æfingalítill. Hann náði 5 vinn- ingum í hús í síðustu 7 umferð- unum og sýndi enn og aftur hversu öflugur skákmaður hann er. Jón á reyndar tvo áfanga á S K A K 233

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.