Skák - 01.09.2001, Blaðsíða 30
Helgi Ólafsson
Loksins féll Berlínarmúrinn
Á árunum í kringum 1972 kom
út bókin 50 selected chess
masterpieces eftir júgóslavneska
stórmeistarann Svetozar
Gligoric. Þetta voru skákir sem
hann hafði birt undir titlinum
Skák mánaðarins og spannar
tímabilið 1965 til 1970. Ég
komst yfir eintak og fyllyrði að
þarna var komin ein besta skák-
bókin þessara ára. Gligoric átti í
samkeppni við höfunda sem
voru að ryðja sér til rúms á borð
við Englendinginn Raymond
Keene, sem í upphafi vandaði
noldcuð til verks síns en lagðist
síðan alfarið í ritun rusl-bóka.
Um þessi rit sagði Lev Poluga-
jevskij að honum dygði að opna
þau á fyrstu síðu og loka síðan.
Bók Gligoric gefur góða
mynd af þróun skákteóríunnar
frá þessum tíma; skákir Fischer,
Larsen og Spasskijs eru fyrirferð-
armiklar og þar er ein grein með
fyrirsögn:”Það hefði mátt gerast
fyrr” - it should have happened
before. Viðureignin var milli Tal
og Botvinnik í sovésku spar-
takíöðunni 1966. Tal vann þess
skák en Botvinnik, sem eins og í
einvíginu 1961, beitti Caro-
Kann vörn. Nú fann Tal loksins
leið til að mæta þessari traustu
vörn; hann endurbætti skák úr
einvígi Spasskij og Petrosjan
þetta sama ár og vann sannfær-
andi sigur. En þetta endurkomu
einvígi var að mínu áliti ákveð-
inn sorgarleikur; Mikhael Tal var
boðberi ferskra vinda í skák-
heiminum og hefði vel átt að
njóta heimsmeistaratitilsins
lengur. Mátti sín hinsvegar lítils
gegn hinum vængjuðu orðum
Botvinniks frá fyrri tíð: “skák-
heimurinn þarf öruggan og
traustan heimsmeistara;” og
kom sér upp slíkum forréttind-
um að hann gat nýtt sér Idásúl-
una um endurkomueinvígi
gegn Smyslov 1958 ogTal 1961.
Lifi leiðindin.
Eftir einvígið 1961 var reglan
felld úr gildi enda menn al-
mennt orðnir þreyttir á þrásetu
Botvinniks í stóli heimsmeistara
án verðleika. Botvinnik-tíminn
hefur enn áhrif þó patríarkinn
sjálfur sé kominn undir græna.
Mér fannst athyglisvert að hlusta
á viðtal við forseta FIDE Kirsan
Iljumzinov segja frá því að eitt af
skilyrðum alþjóða ólympíu-
nefndarinnar fyrir því að veita
skákinni inngöngu á sjálfa leik-
ana væri að forréttindi einstakra
skákmanna yrðu afnumin. Þetta
er hægt að bera saman við tenn-
is-mót og golf-mót. I venjuleg-
um golfmótum þeirra fremstu
þurfa allir keppendur að lcomast
í gegnum niðurskurðinn eftir
tvo fyrstu dagana. Tiger Woods
var næstum því dottinn út úr
tveim risamótum í sumar en
hann var í byrjun vertíðar hand-
hafi allra stórmótatitlanna.
Einvígi Kramnik og Kasparov
var ekki nema nokkurra daga
gamalt þegar Kasparov byrjaði
gamla Botvinnik sönginn. End-
urkomueinvígi þyrfti að fara
fram, “strax í dag”. Að mínu áliti
stendur sú krafa hans aðeins
traustari fótum en hjá Bóta
gamla hér áður fyrr en allur þessi
leiði ferill, sem Karpov treysti í
sessi á duggarabandsárum sín-
um, tekur vonandi endi.
Berlínar múrinn
Slíkt hefði mátt gerast fyrr -
Kasparov hefur áreiðanlega
hugsað eitthvað í þá veruna er
hann stóð upp frá borðinu í
Astana í vor eftir að hafa lagt
Kramnik að velli í úrslitaskák
mótsins og loks náð að brjóta
niður þennan múr sem Kramnik
kom sér upp í London í fyrra og
kallast Berlínar-vörn. Ég tók til
240
S K A K