Víðsjá - Dec 1946, Page 27

Víðsjá - Dec 1946, Page 27
BJÁLKINN 1 AUGA ÞlNU 25 sameinuðu þjóðanna eigi og stjórni tækjum til kjarnorku- framleiðslu, en þeir munu á- reiðanlega segja sem svo: Hvar er öryggið, sem vér allir þrá- um? í álitsgerðinni er bara tal- að um „hernaðarlegt valdajafn- vægi meðal þjóðanna“ og „háska á ferðum“. Meiningin virðist eiga að vera sú, að sameinuðu þjóðirn- ar eigi að koma fyrir kjarn- orkuefni og kjarnorkuverk- smiðjum sínum hjá ýmsum þjóðum, og taki einhver þjóðin ólöglega, það sem er innan landamæra hennar, þá geti hin- ar hrifsað ólöglega það, sem hjá þeim er geymt, og ef þeim sýn- ist svo, gefið árásarfantinum rauðan belg fyrir gráan. Þetta lætur ekki í eyrum sem væri það sameiginlegt öryggi fyrir til- stilli Bandalags sameinuðu þjóð- anna, það er öllu líkara gömlu valdastreytunni. Treysta ekki Bandaríkin Bandalagi samein- uðu þjóðanna, eða ætla þau sér ekki að nota það? Á því getur leikið vafi, að minnsta kosti að skoðun þeirra, sem veita því eft- irtekt, að í tillögu okkar um al- þjóðaeftirlit með kjarnorku eru varðveitt réttindi okkar að búa til kjarnorkusprengjur — þang- að til okkur þóknast að hætta því. Þegar þetta er ritað (í maí 1946) hefur öryggisráðið vísað frá kröfu Rússa um að Irans- málið verði tekið af dagskrá, sömuleiðis orðsendingu frá að- alritara sameinuðu þjóðanna, og ákveðið að Irans-málið skuli vera á dagskrá ráðsins. Ég að- stoðaði við samningu sjötta kaflans, og ég held, að afstaða aðalritarans hafi verið rétt. Hvort sem hún var það eða ekki, þá var röksemdum hans hafnað af öryggisráðinu með þeim for- sendum, að hið mikilvæga starf ráðsins ætti ekki að tefjast af neinni bókstafsþrælkun, það mætti ekki einblína á starfs- reglurnar. Það var þörf lexía fyrir þessa Rússa. Og hver var svo lexían? Sú, að kröfum á- kærðra um að farið verði með mál þeirra samkvæmt ákvæð- um sáttmálans er engu sinnt, að sáttmálinn er einskis virði, að óhlutdrægt álit sérfræðinga aðalskrifstofu Bandalagsins er að engu haft, hvenær sem nægi- lega fjölmennur flokkur í Ör- yggisráðinu vill hafa sitt fram. Þetta er fordæmi, sem kann að verða notað gegn okkur ein- hvern góðan veðurdag. Jú, við sýndum þessum rússnesku körl- um, hvar þeir eiga að standa og sitja — og það getur vel verið að þeir komist að þeirri niður- stöðu, að þeirra staður sé utan Bandalags sameinuðu þjóðanna. VÍÐSJÁ 4

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.