Víðsjá - Dec 1946, Page 34

Víðsjá - Dec 1946, Page 34
32 SAMSÆRIÐ GEGN FRIÐINUM Alger leynd er fyrsta skilyrði þess að vel takist. Hér fer á eftir ágrip af ræðu Foringjans: .... Eftir sex ár er ástandið í dag á þennan veg: Hin þjóð- lega og stjórnmálalega eining Þýzkalands er komin á, lítils háttar undantekningar þó. Lengra verður ekki komist án blóðsúthellinga. Það er hernaðarnauðsyn að ákveða landamærin. Pólverjar eru ekki neinir ný- tilkomnir óvinir. Pólland verður ávallt í flokki fjandmanna vorra. Þrátt fyrir vináttusamn- inga hefur Pólland alltaf búið yfir þeirri fyrirætlun að nota hvert tækifæri til að gera oss tjón. Danzig er alls ekki aðalatrið- ið. Hér er um það að ræða að færa út vort Lebensraum aust- ur á bóginn og tryggja oss mat- væli, leysa baltneska vandamál- ið. Aukningar matvælabirgða er aðeins að vænta úr fámennum héruðum. Auk frjósemi landsins mun skipuleg nýting þess undir stjórn Þjóðverja auka afköstin geysimikið. Evrópa á engan annan kost. Nýlendur: Vér skulum hafa gát á því að taka ekki við ný- lendum að gjöf. Þær geta ekki leyst birgðavandamálið. Munið — hafnbann. Ef örlögin knýja oss til bar- áttu við vesturveldin, er hag- ræði mikið að eiga víðar lend- ur austur frá. í stríði getum vér enn síður en í friði leyft oss að eiga allt undir þeirri tilvilj- un að uppskeran verði góð. Ibúar í héruðum, sem ekki eru þýzk, skulu ekki gegna her- þjónustu, en þá skal nota til vinnu. — Pólska vandamálið verður ekki aðgreint frá bar- áttunni við Vestur-Evrópu. — Innri mótstöðuþróttur Póllands gegn bolsevismanum er vafa- söm vörn gegn Rússum. — Vafasamt er, hvort hernaðar- sigur að vestan verður unnin skjótlega, vafasamt einnig um aðstöðu Póllands. — Pólska stjórnin fær ekki staðist áleitni Rússa. Pólverjar telja þýzkan sigur í Vestur-Evrópu hættu- legan og munu reyna að spilla fyrir oss. Þess vegna getur ekki komið til mála að hlífa Póllandi og ekki er um annað að ræða en ráðast á Pólland við fyrsta tækifæri. Vér getum ekki vænzt þess, að tékkneska fyrirtækið endurtaki sig. í þetta sinn verður stríð. Hlutverk vort er að einangra VÍÐBJÁ

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.