Víðsjá - dec 1946, Page 38

Víðsjá - dec 1946, Page 38
36 SAMSÆRIÐ GEGN FRIÐINUM Afleiðingarnar: Bretar geta ekki barizt á meginlandinu. Daglegar árásir flughersins og flotans munu rjúfa allar aðdráttaleiðir þeirra. Tímatöf verður ekki Englandi í vil. Þýzkaland blæðir ekki út í orustum á landi. Heimsstyrjöld- in og síðari hernaðaraðgerðir hafa sýnt og sannað, að þessi aðferð er nauðsynleg. Heirns- styrjöldin neyðir oss til þessara hernaðarathugana, sem mikil- vægastar eru: 1. Hefðum vér átt öflugri flota í stríðsbyrjun eða hefðu herir vorir snúið sér til Erma- sundshafnanna, mundi endirinn hafa orðið allur annar. 2. Land verður ekki sigrað af lofther einum. Það er ó- gjörningur að ráðast á alla staði í einu, og fáeinna mínútna töf gefur verjendunum tóm til viðbúnaðar. 3. Það er nauðsynlegt, að hika ekki við að nota öll hjálp- artæki. 4. Þegar landherinn hefur ásamt flotanum og flughernum náð mikilvægustu stöðvunum, þurfum vér ekki lengur að ausa framleiðslu iðnaðarins í botn- laust gímald bardaganna á landi, hún getur komið flug- hernum og flotanum að gagni. Landherinn verður þess vegna að vera þess megnugur að ná þessum stöðvum. Árásin verð- ur að vera skipulega undirbúin. Athuganir og rannsóknir í þessu skyni eru brýn nauðsyn. Tak- markið er ávallt að koma Eng< landi á kné. Engin tegund vopna ræður úrslitum í orustu nema meðan fjandmaðurinn á hana ekki. Þetta gildir um eiturgas, kafbáta og flugherinn. Það gildir t. d. um hinn síðast nefnda á meðan Bretar eiga ekki varnarvopn, — en það mun ekki gilda 1940 og 1941. Gegn Pól- verjum munu skriðdrekarnir koma að góðu gagni, af því að pólski herinn hefur engin vopn gegn skriðdrekum. Þegar yfirburðir í vopnum eru ekki fyrir hendi, verður þess í stað að nota óvæntar árásir og snjalla herstjórn. Þetta.er árásaráætlunin. 1. Rétt mat á vopnunum og notagildi þeirra, t. d. a. Orustuskip eða flugvéla- skip, hvort er notadrýgra? Hvert einstakt eða heildin? Flugvélaskipið er hentugast, þegar um skipavernd er að ræða. b. Er það mikilvægara að gera loftárás á orustuskip en verksmiðju? Hvar eru snögg- astir blettir á framleiðslukerf- inu? 2. Herinn verður að vera VÍÐSJÁ

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.