Víðsjá - dec 1946, Page 44

Víðsjá - dec 1946, Page 44
42 ÁHRIF LITANNA lit sló á réttina og þeir sýndust gamlir og skemmdir. Seljurót- in varð gulleit, hinar fögru steikur gráhvítar, mjólkin blóð- rauð og salötin blá. Áður en langt leið — í raun og veru innan örfárra mínútna — fór mörgum gestanna að líða illa og nokkrir urðu alvarlega veikir. Máltíðin hætti samstund- is, því að allir sem einn höfðu gjörsamlega misst alla matar- lyst. Forstjórinn í stóru vöruhúsi í Toledo — maður með nýtízku hugmyndir — hafði bannað af- greiðslufólkinu að klæðast í annað en dökk föt, svört eða marineblá. Seinna var nýr deild- arstjóri ráðinn yfir starfsfólk- inu. Hann ákvað að létta á bann- inu og hvatti allar stúlkurnar til að ganga í ljósleitum kjólum. Bæði afgreiðslu- og skrifstofu- stúlkurnar fundu á sér undra- verða breytingu. Þær urðu miklu léttari í skapi og duglegri við vinnuna og léttari blær varð yfir öllu í fyrirtækinu. Því var meira að segja haldið fram, að dagsalan hefði aukizt. í Camden — í New Jersey — komst heill borgarhluti í upp- nám útaf einu húsi, sem hreyk- inn húseigandi hafði látið mála í áberandi Ijósgulum lit með svörtum og rauðum skreyting- um. Þessi léttleiki litanna hafði þau áhrif á nærliggjandi hús, að þau sýndust óásjáleg og gam- aldags. Ákærendur fullyrtu, að slík samsetning lita, sem þessi, mynduðu blæbrigði, er væru skaðleg heilsunni og spilltu and- legri og líkamlegri vellíðan fólksins. Uppnámið varð svo víðtækt, að yfirvöldin urðu nauðbeygð til að skerast í leik- inn og sjá um framkvæmdir til þess að lægja uppreisnarölduna og koma jafnvægi á litskynjan borgarbúa. Ein bezt þekkta kjötverzlunin í Chicago uppgötvaði allt í einu að salan minkaði með ótrúlegum hraða. Þetta var gömul og vel- séð verzlun í einu fínasta hverfi borgarinnar og hafði alltaf kappkostað að hafa aðeins úr- vals vörur á boðstólum. Eigend- ur fyrirtækisins voru sérlega hreyknir af afgreiðslusölunum og þess vegna hafði fram- kvæmdastjórnin nýlega látið mála þá og skreyta með nýjum litum í von um fleiri viðskipta- vini og meiri sölu. Þegar reynsl- an sýndi hið gagnstæða, urðu forstjórarnir því mjög undrandi og kvíðafullir og kölluðu sér- fræðinga á fund sinn til þess að komast fyrir, hverju þetta sætti. — Þið hafið valið skakka liti, sagði einn sérfræðingurinn. — Þið hafið loftið og veggina VÍÐSJÁ

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.