Víðsjá - dec. 1946, Side 61

Víðsjá - dec. 1946, Side 61
STREPTOMY CIN 59 verið af sárasótt, kom í ljós, að tilraunadýrin lifðu af, ef strep- tomycin-skammtarnir voru bara nógu stórir. Litlir skammtar höfðu hins vegar ekki nægileg áhrif. Nýtt vopn í baráttunni við berklana. Mestar vonir gera menn sér þó um lækningamátt strepto- mycin í baráttunni við berkl- ana. í janúar 1946 skýrðu tveir vísindamenn við Mayo-stofnun- ina, Hinshaw og Feldman, á fundi í Detroit frá reynslu sinni af tilraunum við að lækna berkla með streptomycin. Fimm kg. af þessu sjaldgæfa efni höfðu verið notuð við tilraun- irnar, en það er gífurlega mik- ið, þar eð venjulegur skammt- ur er þúsundasti hluti úr grammi. Báðir höfðu vísinda- mennirnir komizt að þeirri nið- urstöðu, að streptomycin væri áhrifamesta lyf, sem enn hefði verið reynt við berklum. Séu naggrísir smitaðir sams konar berklasýklum og þeim, sem venjulega valda berklaveiki í mönnum, hafa sýklarnir mjög skæð áhrif. Hinshaw og Feld- man sögðu frá því, að eftir að berklaveiku naggrísunum hafði verið gefið streptomycin í sex mánuði, voru öll dýrin á bata- vegi. Lyfið hefur einnig verið próf- að á berklaveiku fólki, en lík- legt verður að telja, að áhrif þess fari að vissu leyti eftir eðli sjúkdómsins. Því miður er því svo farið um sjúkdóma í lungum, að öll lyf eiga þar erf- itt um að komast að sjálfum sýklahreiðrunum. Menn gera sér þó vonir um að geta kom- ið í veg fyrir, að veikindin breiðist út í heilbrigðan lungna- vef, en slíkt gefur góða raun, ef nógu tímanlega er byrjað. Til- raunum þessum er haldið áfram af kappi, og þess er vænst, að bráðlega verði komist að nið- urstöðu, hvort sem hún verður svo jákvæð eða neikvæð. Streptomyein hefur engin skaðleg áhrif á mannslíkamann, að heitið geti. Þó hefur verið veitt eftirtekt ýmsum fylgiá- hrifum, sem líklega verður að skrifa á reikning streptomycins, t. d. höfuðverk, hita og nokkr- um ofnæmisviðbrigðum, en þarna mun sennilega um að kenna að miklu leyti, að ein- hverjir aðkomuhlutir hafi kom- izt í lyfið. Vona má, að þessum fylgiáhrifum verði útrýmt að fullu áður á löngu líður, þar eð nú er unnið að því af kappi að hreinrækta lyfið, og mönnum hefur þegar tekizt að framleiða það í kristöllum eða sem ýmis konar sölt. VÍÐSJÁ

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.