Víðsjá - des. 1946, Side 75

Víðsjá - des. 1946, Side 75
MISSKILNINGUR 73 indælir! — Má ég sjá? — Okkur liggur ekki svo mikið á, — er það? Kúsi: Já, frú. Þetta er það lengsta, sem ég hef kom- izt í tækni, þótt vinnu- skilyrðin væru bölvuð! — Ég tók sex, áður en það lukkaðist. Það var í hörkufrosti í Hljómskála- garðinum, Fólkið þyrpt- ist að okkur, svo að ég varð að kalla á lögregl- una til þess að geta unnið í friði. Þá var það starfs- gleðin og ánægjan, sem hélt mér uppi. Ég hefði nú tekið einar tvær í við- bót, ef birtan hefði leyft það, — en þetta var í svartasta skammdeginu — og orðið dimmt klukk- an þrjú, — og svo voru minkarnir farnir að naga fyrir mér gaddfreðin á- höldin! Hálf kæft óp . . . Dynk- ur . . . . Kúsi: Leið yfir hana? — Leið virkilega yfir hana? ? Hvursslags er þetta!! — Ja, — hún raknar víst við aftur, en ég hef mig burt. Hvert veit nema Gvöndur héldi, að ég hefði gert henni eitthvað, ef hann kemur að okkur í þessu ástandi. ★ Verði karlmanni á heimskuleg skyssa, þá segja hinir karl- mennirnir: „Makalaus bjáni er þessi náungi.“ Verði konu á heimskuleg skyssa, þá segja þeir: „Ekki verður logið á kvenfólk.“ Hæversk stúlka lætur það ekki hvarfla að sér að elta karl- mann á röndum. Músagildran eltir ekki heldur músina. Sveinn gamli hákarlaformað- ur var að segja piltunum frá af- rekum sínum. „Oft komst ég í hann krappan og sjaldan varð ég skipreika — bjargaðist stundum og stundum ekki.“ Marlene Dietrich lét taka af sér mynd, og varð öskuvond, þegar hún sá hana. „Svei mér sem ég skil, hvernig á þessu stendur," sagði hún. „Seinast þegar ég sat fyrir hjá yður, voru myndirnar indælar." „Æ-já,“ andvarpaði ljós- myndarinn. „En þér munið kannske ekki, að þá var ég átta árum yngri?“ VÍÐSJÁ

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.