Víðsjá - dec. 1946, Side 77

Víðsjá - dec. 1946, Side 77
1 EINNI SÆNG því um hábjartan daginn, þá væri kannske ekki úr vegi að kalla hana enn sængurhneigðari en karlmanninn. Af þessu leiðir, að haldgóð fræðsla um þá íþrótt að kom- ast kurteislega í rúmið, ætti að vera vel þegin. Séuð þér pipar- sveinn, þá sakar náttúrlega ekki, þótt þér hendið nærbux- unum á gólfið, svoleiðis óreiða særir bara fegurðarsmekk sjálfs yðar, og einhver vesöl vinnustúlka eða móðir yðar tekur til að morgninum. Það gerir heldur ekki ýkjamikið til, þótt ókvæntur maður snýti sér í lakið, fleygi blautum skónum á rúmábreiðuna, eða helli úr pilsnerflösku á koddann, ati sængurfötin í ösku og svo framvegis. Að vísu eru þetta engir mannasiðir, en það er bara vinnukonan, sem finnur til þess. Þér ættuð bara að reyna að hegða yður þannig, að eigin- kona eða eiginmaður horfir á. Þá kæmi annað hljóð í strokk- inn. Eina ráðið er að losa sig við alla þess háttar óvana áður en leyfisbréfið er keypt. Vandið til náttfatanna. Fyrsta boðorðið er þetta: Annað hvort engin föt í rúm- inu eða ágæt. Forfeður okkar lögðu sig út af í öllum fötun- 75 um eða alls naktir. Flestir höf- undar mannasiðabóka mæla með náttfötum eða náttkjól- um, sem eru augnayndi. Konur geta valið um þennan fatnað, en það geta karlmennirnir ekki. Þeir verða að sætta sig við náttfötin. Góða, gamla, út- saumaða flónelsnáttskyrtan er stranglega bönnuð. Það er afleitur vani, algeng- astur hjá sjómönnum og sveita- mönnum, að fleygja sér í bólið í nærfötunum. Ekki verður sá talinn háttprúður, sem slíkt fremur að kvöldi giftingardags- ins. Og ekki bætir það úr, ef þér eruð nú t. d. sjómaður eða fjármaður, því að þá eruð þér vafalaust í ermalangri prjóna- skyrtu og svellþæfðum nærbux- um. Hreinhjartaðri og tilfinn- inganæmri stúlku hlýtur að verða mikið um slíka sjón. Það er sjálfum yður að kenna, að hún lýstur upp neyðarópi. Þess í stað eigið þér að birtast henni í silkináttfötum og slopp úr kín- versku þéttsilki. Sjómenn í svoddan galla eru fyrirmyndar eiginmenn. Allir aðrir karlmenn, sem svo eru klæddir, eru líka fyrirmyndar eiginmenn. Það er ekki neinum vand- kvæðum bundið að haga sér sæmilega í lóðréttri stellingu. Það er sem sé venjulega stell- VÍÐSJÁ

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.