Víðsjá - Dec 1946, Page 82

Víðsjá - Dec 1946, Page 82
ty]í$óteÁ ur pappL r. Lloyd Stouffer (Popular Science Monthly, stytt). í júlí 1943 var nokkrum mönnum í vélaherdeild í Camp Hood í Texas fengið landabréf, sem hafði verið búið til úr nýrri tegund af pappír, og þeim var skipað að rannsaka, hversu mikið þetta landabréf þyldi, hvers konar meðferð. Viku síðar skýrðu þeir frá því, að landabréfið hefði verið gegnbleytt í vatni 20 sinnum og undið og kreist, brotið saman margsinnis og barið með byssu- skeftum, löðrað í feiti, bleytt í benzíni, troðið í leðju, soðið í sápuvatni og burstað með stíf- um bursta, neglt á gólfið í her- mannaskálanum, þar sem heil herdeild traðkaði á því, og loks var skriðdreka ekið yfir það. Þeir sögðu, að allt þetta hefði ekki haft nein sjáanleg áhrif á landabréfið. Þarna kynntust Bandaríkja- menn fyrst vætustyrkum papp- ír. Hann er útlits eins og hver önnur pappírstegund, en trefj- arnar eru vandlega samanlímd- ar með ögn af plastisku efni. Þessi aðferð er nú notuð við tilbúning margra hundraða af venjulegum pappírshlutum til þess að gera þá sterka og end- ingargóða, og það jafnt þótt þeir blotni. Þetta þýðir, að pappírs- handklæði trosna ekki lengur í sundur í votum höndum og eng- in hætta er á, að botninn rifni úr pappírspokum, þótt blautt grænmeti sé í þeim. Bráðum verður til nóg af pappír í skápa- hillur og veggfóður, sem hægt er að þvo, diskaþurrkur, hand- klæði, lök, bleyjur og regnkáp- ur. Bandaríkjaherinn notaði 400 milljón landabréf úr vætustyrk- um pappír á stríðsárunum, — þar af 125 milljónir aðeins í inn- rásinni í Normandí. Þessi landa- bréf voru ómetanleg í rakamett- uðum frumskógunum á Suður- Kyrrahafseyjunum, þar sem venjulegur pappír myglaði á fá- einum klukkustundum. Áður en stríðinu lauk hafði vætustyrkur pappír verið not- aður í næstum hvern þann hlut, sem líkindi voru til að blotnaði eða kæmist í raka. Stundum voru pappírskassar látnir fljóta í land með birgðir, oft voru þeir geymdir í stöflum undir beru lofti mánuðum saman án þess VIÐSJA

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.