Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Blaðsíða 14

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Blaðsíða 14
14 Tilvist hinsegin fólks einkennist að mörgu leyti af þversagnakenndri þrá eftir því að tilheyra og að frelsa sig undan vænting­ um samfélagsins. Á mótunarárum leita mörg okkar því að einhverjum samastað, af óljósri innri þörf fyrir að finna einstak­ linga til að samsama sig við. Hinsegin fólk lærir snemma að lesa sig inn í aðstæður vegna yfirþyrmandi tilfinningar um að vera öðruvísi — að lesa sig inn í framandi sam­ hengi og reyna að sjá eða spegla sig í því sem fyrir ber því að lengst af hefur það ekki þótt þess virði að minnast á tilvist hinsegin einstaklinga og hvað þá að fagna slíkum fjölbreytileika mannlífsins. Í hinum um­ burðarlyndustu samfélögum heyrist jafnvel enn í fólki sem notar rödd sína til þess að gera lítið úr mikilvægi þess að fjalla um persónulega hagi þeirra sem eru hinsegin þar sem sú hlið skipti ekki raunverulegu máli heldur séu afrek þeirra og gjörðir aðalatriðið og það sem verðskuldi athygli á kostnað annarra þátta. „Hvaða máli skiptir eiginlega að hann sé hinsegin?“ Í grunninn viljum við vitanlega flest vera dæmd út frá gjörðum okkar og verkum og metin að verðleikum en það verður þó ekki undan því skotist að hinseginleikinn er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd hvers ein­ staklings sem tilheyrir þessu litríka sam­ félagi þar sem kynverundin hefur ómæld áhrif á það hvernig við sjáum og upplifum heiminn í kringum okkur. Enn fremur ber að hafa í huga að linsa sögunnar er í eðli sínu heterónormatíf og dregur dul á allan þann fjölbreytileika sem hefur ekki verið skýrt yrtur af hálfu einstaklingsins. En þegar upplýsingar um líf og sjálf hinsegin fólks falla í glatkistu sögunnar verða slíkar tengingar að eilífu þrætuepli fólks sem kýs helst að afneita hinseginleikanum þrátt fyrir sterkar vísbendingar um annað, svo sem augljós merki um samkynja ástarsam­ bönd eða annars konar kyntjáningu en samfélagið væntir. „Þeir voru bara nánir vinir“ Þá kannast hinsegin fólk vel við eigin­ legar gaslýsingar af hálfu umheimsins þar sem samfélagið virðist einfaldlega neita að horfast í augu við möguleikann á því að sögufrægir einstaklingar hafi verið hinsegin, líkt og um sé að ræða smánar­ legar aðdróttanir sé slíkum spurningum varpað fram. Sýnir þetta hversu rótgróin hómófóbía er í samfélagsgerð okkar, því að jafnvel þótt við viljum trúa því að við séum komin lengra á veg í jafnréttisbaráttunni er staðreyndin sú að það er enn litið á það sem einhvers konar móðgun við minningu fólks ef einhver leyfir sér að velta því fyrir sér hvort manneskja sem gekk í berhögg við væntingar samfélagsins hafi mögulega verið hinsegin. Þá er jafnan keppst við að segja að aðeins hafi verið um að ræða náin vináttusambönd, þrátt fyrir heimildir um pör karlmanna eða kven­ manna sem deildu um árabil sama rúmi, voru í langri sambúð eða sendu hvort öðru fjölda­ mörg bréf með funheitum ástarjátningum. „Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið hinsegin“ Í þessum efnum gætum við velt því fyrir okkur hvaða áhrif slík sambönd og tilfinningar, á rófi hinseginleikans, hafi haft á listsköpun manna eins og Michelangelos, Leonardos da Vincis og Sandros Botticellis, þriggja af frægustu listamönnum mannkynssögunnar, sem samkvæmt heimildum áttu í samkynja samböndum. Sá orðaforði sem við búum yfir núna til að lýsa sjálfsmynd okkar og kyn­ vitund var vissulega ekki til staðar þegar þeir voru uppi en á sama tíma hafa fræðimenn um aldir notað um þá orð eða hugtök sem þeir þekktu sjálfir ekki og voru ekki notuð í þeirra tíð.“1 Þetta er auðvitað mjög takmarkað dæmi sem ég vel að taka hér en það verður seint hægt að ná utan um það hversu margar hinsegin sögur hafa verið þaggaðar í hel í tímans rás. Það eina sem við getum leyft okkur er að spyrja spurninga og líta á hlutina út frá ólíkum sjónarhornum þar sem við endurskoðum söguna og endurskilgreinum fortíð okkar með tilkomu nýrra rannsókna. „Þarf að vera að skilgreina sig svona?“ Andspænis þrýstingi samfélagsins um að það eigi ekki að skipta máli hvernig einstak­ lingurinn skilgreinir sig tel ég mikilvægt að átta sig á því að það leiðir að öllum líkindum aðeins til þess að ómetanlegar heimildir og frásagnir af bakgrunni og reynsluheimi fólks glatist þegar fram líða stundir. Ef við ávörpum ekki fjölbreytileikann og temjum okkur að tala um hann á opinn og hispurs­ lausan hátt mun margt gleymast sem var ekki haldið á lofti heldur látið liggja á milli hluta. Í þessu felst því ákall frá mér um að við — hvort sem er innan skapandi greina eða á öðru sviði — gerum tilkall til hinseginleikans og forðumst ekki að taka okkur stöðu sem hinsegin fólk því að það viðhorf að hinsegin­ Hin heterónormatífa linsa sögunnar og mikilvægi þess að gera sig sýnileg Hólmar Hólm leikinn skipti ekki máli, t.d. þegar kemur að listsköpun, er til marks um þöggunartilburði hinnar ríkjandi, heterónormatífu samfélags­ gerðar sem vill ekki horfast í augu við slíkan mun eða fjölbreytileika. „Við erum, vorum og verðum hér“ Í þessu felst jafnframt ábyrgð gagnvart sam­ félaginu — okkar eigin hinsegin samfélagi sem og hinum stóra heimi, komandi kyn­ slóðum og sögunni. Þá lifum við á tímum þar sem við njótum fordæmalauss frelsis á sama tíma og við upplifum ógnir og bakslag á heimsvísu. Í þessu samhengi er mikilvægt að taka ekki þeim réttindum sem við nú höfum sem gefnum og halda baráttunni áfram, halda áfram að gera okkur og okkar málefni sýnileg og gæta þess að við gleymumst ekki þegar kemur að því að rita söguna, því að gloppur fortíðarinnar eru þungbærar og minna okkur á sögulega mismunun, þöggun og útilokun. En það er ætíð erfitt að tala um það sem fólk kýs eða kaus sjálft að tala ekki um og þess vegna þurfum við fyrirmyndir á öllum sviðum, þ.e. fólk sem er tilbúið að nota rödd sína til að fjalla um eigin hinseginleika. Við þurfum öll einstaklinga sem við getum samsamað okkur með. 1. Hugtakið „endurreisnarmaður“ hefði til dæmis verið þeim fullkomlega framandi, líkt og fjallað er um í grein Margaret Middleton (2020), „Queer Possibility“, Journal of Museum Education, 45:4, bls. 426-436. The Heteronormative Lens of History and the Importance of Representing the Community Throughout history, countless stories of queer life have been lost, as the lens of history is fundamentally heteronormative and leaves out any LGBTQ+ narratives that are not communicated clearly and unambiguously. As a result, we are often limited to making speculations about the past, for we will never be able to recover the stories that have been swept under the carpet. This is therefore a plea for everyone who identifies as queer in one way or another, having a voice and a plat­ form, to claim their own queerness openly and refuse to be silenced or forced to diminish themselves. For the benefit of the community and future generations.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.