Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Blaðsíða 17

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Blaðsíða 17
17 Gunnþórunn Halldórsdóttir og Guðrún Jónas­ son voru uppi á umbrotatímum í íslensku sam­ félagi þegar Reykjavík var að þróast úr þorpi í bæ. Þær voru skráðar saman til heimilis á Amtmannsstíg 5 í hálfa öld frá árinu 1908. Hér eru dregin saman nokkur brot og fróðleiks­ molar um ævi og samlíf þeirra í ljósi gagna sem finna má meðal annars á Kvennasögusafni, Leikminjasafni og skjala- og upplýsinga­ söfnum á Landsbókasafni Íslands. Hafa ber í huga að ekki fer vel á því að nota skilgreiningar nútímans til að lýsa sam­ böndum fortíðarinnar, aðstæður voru allt aðrar og forsendur ólíkar því sem nú er. En hvernig sem sambandi Guðrúnar og Gunn­ þórunnar var háttað er fullvíst að þær voru nánar enda spannaði sambúð þeirra rúma hálfa öld og telst einstakt dæmi um það hvernig konur tóku höndum saman, ráku saman heimili, stofnuðu fjölskyldu og fyrir­ tæki og endursköpuðu á sinn hátt það íslen­ ska samfélag sem þær hrærðust í. Gunnþórunn Halldórsdóttir — leikkona og kaupkona Gunnþórunn Halldórsdóttir fæddist í Reykja­ vík árið 1872. Foreldrar hennar voru Halldór Jónatansson, söðlasmiður, og Helga Jóns­ dóttir, húsfreyja. Hún bjó við Amtmannsstíg 5 nær alla ævi þar sem móðir hennar seldi fæði til svokallaðra kostgangara, þar á meðal pilta í Menntaskólanum handan við götuna. Á Herranótt, kynntist Gunnþórunn leiklist­ inni og steig hún sín fyrstu skref á leiksviði með skólapiltum. Hún varð síðan einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur, 11. janúar 1897, og lék í fyrsta sinn undir merkjum félagsins í lok sama árs. Fyrsta opinbera umfjöllunin um þennan hæfileika Gunnþórunnar birtist í tímaritinu Nýja öldin árið 1897: „Ungfrú Gunnþórunn Halldórs dóttir tekur sig mjög vel út á leik sviði, hefir fallega söngrödd og ýmsa góða hæfileika.“ Gunnþórunn varð snemma þekkt skapgerð­ arleikkona en fyrstu árin lék hún einnig nokkur karlmannshlutverk. Gagnrýnendur töluðu nánast undantekningarlaust vel um frammistöðu hennar á leiksviði, frá upphafi ferils til enda. Haustið 1905 sagði Gunnþórunn skilið við Leikfélagið og lék ekki aftur með félag­ inu næstu tuttugu árin. Hún sneri aftur til Leikfélagsins rúmlega fimmtug og við tók annað blómaskeið í Iðnó. Í millitíðinni sat Gunnþórunn síður en svo auðum höndum heldur stofnaði hún verslun og tók að sér hvers kyns skemmtanir í borginni þar sem hún lék stutta gamanleiki og fór með gaman­ vísur. Oftar en ekki rann ágóði af þessum skemmtunum til góðgerðarmála. Þess má geta að hún var fyrsti leiðbeinandi eða leikstjóri Leikfélags Hafnarfjarðar árið 1908 þegar það setti Apaköttinn og Hættulegt umboð á svið, og lék hún þar líka sjálf. Í tilefni af 65 ára afmæli Gunnþórunnar skrif­ aði Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minja­ vörður Reykjavíkurborgar, eftirfarandi í Vísi: „Gunnþórunn hefir ausið til beggja handa af óvenjulegri listhæfni gáfna sinna og einstæðu glaðlyndi og góðvild til alls lifandi.“ Það var svo á áttræðisafmæli hennar, sem haldið var með viðhöfn í Þjóðleikhúsinu, að Gunn­ þórunn lék sitt síðasta hlutverk á sviði sem einnig var eitt hennar frægasta, Vilborgu grasakonu í Gullna hliði Davíðs Stefánssonar. Guðrún Jónasson — bæjarfulltrúi og kaupkona Guðrún Jónasson, fædd Pétursdóttir árið 1877, fluttist ung með fjölskyldu sinni til Vesturheims og settist síðar að í Winnipeg. Þar giftist hún Jónasi Jónassyni (1867-1941), leikhús- og verslunareiganda, árið 1898 og tók upp eftirnafn hans, líkt og tíðkaðist þar. Eftir að móðir Guðrúnar lést, upp úr alda­ mótum 1900, undi faðir hennar sér ekki lengur í Kanada og vildi snúa aftur heim til Íslands. Guðrún fylgdi föður sínum heim og fengu þau inni hjá Gunnþórunni og móður hennar á Amtmannsstíg 5. Guðrún ætlaði sér að snúa aftur til Vesturheims en svo fór að hún settist að hjá Gunnþórunni á Amtmannsstíg. Hún skildi aldrei formlega við Jónas og fram til ársins 1933 er einstaka sinnum minnst á hana sem eiginkonu Jónasar, einkum þegar hún sigldi til Vesturheims. Rakel Adolphsdóttir og Sigríður Jónsdóttir Vinurnar Gunnþórunn Halldórsdóttir og Guðrún Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.