Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Blaðsíða 29

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Blaðsíða 29
29 Sviðlistaverkið Eden var sett upp í Tjarnar­ bíói sem hluti af Listahátíð í Reykjavík 2024, í júní síðastliðnum. Eden er hugar­ fóstur sviðlistafólksins Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur og Nínu Hjálmars, sem spurðu sig einfaldlega „Hvernig myndi Eden líta út fyrir okkur ef allt væri næs?“. Svarið er þeirra eigið Eden, hinsegin fötlunarparadís. Embla og Nína hafa fjölbreyttan bakgrunn á sviði lista og fræða. Embla (33) er aktívisti og menntaður félagsfræðingur sem hefur undanfarið eina og hálfa árið snúið sér sífellt meira að listsköpuninni og fundið þar sameiginlegan farveg fyrir aktívismann og fræðin. Rauði þráðurinn í aktívisma hennar og fræðivinnu hefur verið fatlað fólk og kynverund og hverfist list hennar að miklu leyti um það viðfangsefni. Embla var til­ nefnd til Grímuverðlaunanna árið 2023 sem dansari ársins fyrir frammistöðu sína í sýn­ ingunni Góða ferð inn í gömul sár, sýningu um HIV-faraldurinn á Íslandi sem sýnd var í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Evu Rúnar Snorradóttur. Nína (32) er sviðshöfundur sem hefur starfað við sviðslistir í um áratug. Hún starfar sem fagstjóri fræða og kennari við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands, pródúserar ýmsa lista­ viðburði og hefur starfað sem menningar­ rýnir. Þá hefur Nína sett upp eigin verk með listakollektívunni Sálufélögum og er einn stofnenda Sleiks, hinsegin klúbbakvölda. Embla og Nína kynntust einhvers staðar á leið sinni í gegnum listina og aktívismann. „Við vorum alltaf að tala um unað og hvernig jaðarsett fólk finnur sig innan kerfis sem gerir ekki ráð fyrir því,“ segir Nína. Embla sá síðan tækifæri fyrir þær til að færa þá umræðu inn á annað plan þegar Listahátíð í Reykjavík auglýsti eftir verkum. Þá ákváðu þær að slá til og skapa eitthvað saman í tengslum við sameiginlegar upplifanir sínar af kerfinu sem einstaklingar úr jaðarsettum hópum. Afurð þess ferlis varð sviðslistaverkið Eden. Viðtal við Emblu og Nínu Hjálmars „Hvernig myndi Eden líta út fyrir okkur ef allt væri næs?“ Sköpunarsagan endursögð Eden þýðir paradís eða sælustaður og er þekkt fyrirbæri úr kristinni trú. Í Eden var aldin­ garðurinn þar sem Adam og Eva bjuggu saman og höggormurinn tældi Evu til að borða ávexti af skilningstré góðs og ills sem leiddi til þess að þeim var hent út úr garðinum. Emblu og Nínu fannst sköpunarsagan vera spennandi verkfæri og efniviður til að vinna með út frá reynsluheimi jaðarsettra hópa: „Það er svo ógeðslega djúsí að finna eitthvað sameiginlegt með okkur og fyrstu sögu Biblíunnar sem hefur haft svo mikil áhrif á allar formgerðirnar og öll handritin í kringum okkur og líka valdið svo miklum sársauka,“ segir Nína. Að nota Biblíuna á þann hátt sé ákveðin róttækni þar sem fólk sé jafnvel hrætt við að nota hana á annan hátt en hefur tíðkast hingað til. Sér­ staklega þegar jaðarsettir hópar fólks taka sögur úr Biblíunni til eigin nota eins og Embla segir: „Það er ákveðinn ótti alltaf við Biblíuna, fólk þorir ekki að nota hana nema til að gera grín að henni eða prédika hana … en af hverju ættum við ekki að fá að nota hana eins og hver annar? Fá að taka þetta eignarhald, við eigum öll þessa sögu saman og megum öll nota hana, nýta þetta sögusvið.“ Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Myndir eftir Juliette Rowland Teymið vann ekki aðeins með sköpunarsöguna úr Biblíunni heldur einnig aðrar sköpunar­ sögur, þekktar sem óþekktar. „Adam og Eva úr Paradísarmissi eftir John Milton, Askur og Embla úr norrænni goðafræði og svo auðvitað okkar eigin sköpunarsögur eru allt hluti af sýningunni,“ segir Nína og heldur svo áfram: „Við erum samt ekki að taka neina ákveðna túlkun á sköpunarsögunni inn í sýninguna, heldur erum við að leyfa alls konar mögu­ legum túlkunum að lifa.“ Þannig getur fólk túlkað sýninguna hvert á sinn hátt og eflaust ólíkir hlutir í verkinu sem tala til hvers og eins, út frá þeirra reynsluheimi. Það sem er gott Innblásturinn að Eden og efniviður verksins var margvíslegur. Nína og Embla nefna báðar fræðikonuna Audre Lorde sem mótandi afl á sköpunarferli þeirra og að skrif hennar hafi verið ákveðið leiðarstef í vinnu þeirra. „Hún skrifaði mikið um unað og hið erótíska og þá í því samhengi hvernig jaðarsettir hópar gætu nálgast eða unnið með unað í heimi sem gerir ekki ráð fyrir þeim eða þar sem þau eru jafnvel bara álitin vera fyrir,“ segir Nína. Við sköpun sýningarinnar Eden eltu Nína og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.