Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 21

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 21
21 „Jú, það tók á. Ef ég man rétt þá felldi ég tár þegar lestri var lokið og ég fór aftur að blaða í gegnum söguna. En það eru engin tíðindi, ég klökkna svo oft yfir bókmenntum og tónlist sem hittir á réttar taugar! Auðvitað stóð ég í allt öðrum heimi en sögupersónan David, því að um 1980 bjó ég í Danmörku en þar var allt á fleygiferð í lífi samkynhneigðra og mikill uppreisnarandi í lofti. En ef ég man rétt þá skildi ég kjarna sögunnar nokkuð vel á þessum árum. Hún fjallar fyrst og fremst um það að taka ábyrgð á eigin lífi, forðast sjálfsblekkinguna, ánetjast ekki skömminni og óttanum við það hvað heimurinn kunni að segja og hvað heiminum finnist um mig og mín systkini. Eiginlega orðar James Baldwin þetta miklu betur en ég þegar hann kom sögunni til varnar eftir að hafa heyrt út undan sér raddir sem töldu hana „úrelta“. Herbergi Giovanni, sagði hann, fjallar fyrst og fremst „um það sem gerist ef við verðum svo hrædd að við verðum ófær um að elska nokkra manneskju“ Hvað varð til þess að þú þýddir bókina? Varstu beðinn um það eða tókstu upp á þessu hjá sjálfum þér? „Enginn bað mig um þetta en mánuði fyrir Covid, um áramótin 2019-2020, kom ungur vinur minn í heimsókn (ég laga sterkt og gott kaffi) og var eins og uppnuminn, hafði verið að ljúka við Giovanni’s Room á frummálinu. „Aha“, hugsaði ég, svo hún á ennþá erindi við heiminn. Nema hvað! Hún hefur allt þetta sem gerir eina sögu að klassíker. Svo ég þýddi hana meðfram öðrum verkum á næstu árum, leitaði að útgefanda og Forlagið tók mér opnum örmum. Það var líka eitt og annað til að heilla þegar ég fór að rýna í söguna og lesa mér til um ævi Baldwins, til dæmis þessi svellandi áfergja sem litar textann þegar hann lýsir París þar sem hann bjó árum saman. Til dæmis nær hann að miðla vel þessari merkilegu blöndu sýnileika og feluleiks sem einkenndi líf sam­ kynhneigðra í borginni um miðja 20. öld. Líka það hvernig staðhættir í sögunni ríma við minnstu smáatriði í sjálfri borginni.“ Eins og þú nefnir er prósi Baldwins mjög þéttur og maður hefur á tilfinningunni að engu orði sé ofaukið. Hann dregur upp óvenjuskarpar myndir og skapar ríkt andrúmsloft. Hvernig var það að þýða svona kröftugan texta? „Auðvitað var þetta heilmikil áskorun en ég er henni þakklátur. Því það var þessu heima­ smíðaða verkefni að þakka að ég hélt ró minni meðan Covid var að ganga yfir í stað þess að vorkenna sjálfum mér í einangrun daganna. En þýðingar fagurbókmennta eru vissulega snúið mál. Ég naut þess þó að hafa ritstýrt fjölmörgum þýðingum annarra í 40 ár, svo að ég þykist vita eitt og annað um gildrurnar. Eins og fleiri lít ég auðvitað svo á að fyrst verði að koma réttri merkingu, hrynjandi og helstu stíleinkennum til skila. En það erfið­ asta að mínu viti, og um leið það sem gerir þetta svona spennandi, er að reyna að skynja andblæ hvers verks, hvaða andrúmslofti er verið að miðla, heyra suðið og kliðinn á bakvið verkið, og það kostar langa leit.“ James Baldwin var og er mikill áhrifamaður í rétt­ indabaráttu svartra í Bandaríkjunum og það birtist í öðrum skáldsögum hans sem fjalla að mestu um tilveru svartra. Herbergi Giovanni er raunar eina bók hans þar sem allar persónur eru hvítar. Hvers vegna? Hvaða máli skiptir það fyrir söguna? „Skáldið sjálft svaraði þessu reyndar manna best. Eitt sinn sagði Jimmy, eins og Baldwin var oft kallaður, um það hvers vegna hann valdi þá leið að sneiða hjá eigin kynþætti í sögu sinni, þá rétt að verða þrítugur: „Víst er að mér var hreinlega ofviða, þar sem ég var þá staddur í lífinu, að takast líka á við hinn þungann sem á mér hvíldi, „negra­ vandamálið“. Hið kynferðislega og sið­ ferðislega var mér nógu erfið glíma. Ég gat ekki mætt báðum þessum áskorunum í sömu bók.“ Með því að velja sér hvítar sögupersónur var hann kannski líka í uppreisn gegn því að leyfa öðrum að draga sig í dilk. Það fór óbærilega í taugarnar á Baldwin að láta aðra skilgreina sig sem eitt eða annað. Þegar hann færði út­ gefanda sínum, Alfred A. Knopf, handrit að sögunni árið 1955 hafnaði þetta volduga forlag henni, taldi unga manninn á villi­ götum, sagði að hann væri „Negro writer“ og ætti að rækta það hlutverk. Jimmy fann fljótt annan útgefanda sem hrósaði happi, bókin seldist ágætlega og hlaut jákvæðari dóma í Bandaríkjunum og Bretlandi en mann hefði grunað á þeim tímum. Hispursleysi skáldsins og einlægni hittu einfaldlega í mark.“ efri: Þorvaldur Kristinsson, þýðandi neðri: París, sögusvið bókarinnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.