Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 4

Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 4
4 FREYJA, MARZ OG APRIL 1899. AM \t/ I Endurminmngar frá bernskudögunum. | GIFTINGIN, Skrifuð fyrir Freyju, af 0. A, DALMANN. V* 0/ ý|> \í/ f |V\ (f/ ^'€: €?$:€: €i €: $:€:€:€:€:€:?.í€: €:€:€^€: (NidnrlAir.) Heimurinn segir aðmaðurinn henn- ar se henni g'óður, að hún lifl í alls- nægtum og þurfi ekki að drepa hendi sinni í kalt vatn. Jú, það var nokkuð satt í þessu; en lýgin cg heimskan stóðu samt & hak við þessa staðhæflng,— heimskan og lýgin sem fela sig bak við aldarandann er að eins lítur fi yflrborð viðburðauna, en hirðir aldrei um samband orsaka og afieiðinga. En sagan var rituð á svip konunnar; hún var eins og ó- teljandi fjöldi af íslenzkum konum, ambátt bóndans, en ekki jafningi, réttlaus ambátt er hvergi ger.ur bor- ið upp kveinstafi sína, sem enginn vill eða þorir að rétta hjálparhönd. Konurnar hafa allar gengið undir hið sama; skilmálarnir eru ofur ein- faldir og ættu að vera hverri konu minnistæðir; þeir hljóða þannig: „Þér konur, verið mönnnm yðar undirgefnar, því maðurinn er kon- unnar höfuð eins og Kristur er safn- aðarins höfuð.“ En ég varð að halda uppi samtalinu svo minna bæri fi undrun minni yfir útlit.i vesalings konunnar, með því líka mér fannst þeir veita því eftirtekt, að eg horfði meira á hana en kurteislegri fram- komu sæmdi. Eg fór því að tala um búskap og spvrja hana um vinnu- fólkið er var mér þar samtíða. Sigga varð raunar mest fyrir svörum. Hún sagði mér að faðir sinn væri suður á landi ogmyndi ei koma heiin fyren eftir viku. Hún lýsti hryggð sinni yflr því að hann hefði ekki verið heima þegar ég heimsótti þau svona Óvænt og í síðasta sinni, og svo fór hún að atyrða Ameríku með tölu- verðri frekju, og víkur svo orðum sínum til mín og segir: „Því vilt þú vera að fara þangað? þarervont að vera. Þaö væri miklu betra fyrir þig að setjast hér að, pabbi þarf mann einmitt eins og þig, sem ert bæði smiður og vefari. Hann geldur þér gott kaup, og við mamma skul- um sjá um að þú haíir nóg að borða. Hvað heldur þú um þelta mamma?“ Ég hafði nú ástæðu til að líta á húsmóðurina og gjörði það líka, og þá virtist mér daufur roði fiögra um mögru kinnarnar hennar, en máske það hafl verið missýning. „Þú veiztþað barnið gottað ég ræð engin hjón eins og Bergþói a á Hvoli. Eg er ekki lík Bergþóru.'1 „Nú, það er satt elsku mamma,“ sagði Sigga, „þú ert engin Berg- þóra. En engin óhamingja mundi það verið hafa þó við báðar værum dfilítið líkari henni en við erum.“ Eg vildi leiða talið í aðra átt, því enginn hlutur var fjær n ér en að setjast aftur. „Hvað varð um stúlk- una í rauðu treyjunni?“ spurði ég. Konan leit á mig, og aftur fannst mér veikur roði færast i bleiku kinnarnar hennar, og mér sýndust blfiu varirnar titra. „Hún giftist honum Arna Gísla- syni sem var vinnumaður hjá okkur þegar þú varst hérna; þú hlýtur að muna eftir honum,“ sagði hún, og svo lét liún höfuðið síga, og starði á gólflð íétt fram undan sér. „Nú, giftist liún Arna? Mig minn- ir að hann væri svona fremur illa úti látinn —hálfviti, eða er það ekki satt?“ sagði ég. „Það var nú einmitt þesivegna að þau voru gift,—jú, það er þó satt, Árni er ekki meir en hálfviti, en— þegar hér var komið, þagnaði hús- freyja og leit til Siggu, og þó ég skildi ekki tillitið skildi Sigga það, því hún roðnaði, og fór að blaða í bók sem hún hafði tekið af borðinu án þess þó að lesa nokkurt orð í henni, máske til að hylja roðann sem færðist yfir andlit hennar af til- liti móðurinnar. Eitt var víst, þær skildu hver aðra. Hvort barnið var nógu þroskað til að bera part af þeirri byrði sem var að leg'gja móð- urina í gröflna fyrir tímann, eða það var hversdags meðlíðun, verður ei með vissu sagt,sökum ókunnugleika sögumannsins. „Hvernig líður þeim og hvar búa þau?“ spurði ég eftir stundar þögn. Sigga leit til móður sinnar eins og til að biðja hana að svara því sér hætti við að segja of mikið. Móðirin auðsjáanlega skildi hana því hún snöri sér til mín og sagði: „Þeim líður furðu vel; þau búa á jörð sem við eða öllu helclur bóndi minn fi, hann lítur eftir með þeiin, enda veitir ekki af því þau hafa mikla ómegð; börnin eru nú sex og víst tvö dáin.“ Nú stóð Sigga upp og gjörði sigliklega til aðsegja eitt- hvað, en móðir hennar bandaði henni með hendinni að halda kyrru fyrir, er hafði þau áhrif að hún settist í stórann liæginda s ól, hallaði sér upp að bríkinni, lagði aftur augun og ruggaði sér liægt og rólega. Hús- freyja færði sig nær mér liorfði á mig með staðföstu augnaráði um leið og' hún sagði í lágum róm sem skalf lít- ið eitt. ,,Nú ert þú miklu eldri og' reynd- ari en þegarþú komst að mér. grát- ancli við JinJina forðum, þá varstþú barn, og skildir ekki tár mín sem betur fór. I þí daga grét ég oft þeg- ar enginn s i nema g'uð einn. Nú er ég hætt því fyrir löngu- Má vera að lind tára minna séþornuð eðafrosin. Eg býst við og vona að sól æfi minn- ar sé farin að lækka á lofti, ég hef nú ekkert fyrir að lifa. Sigga mín er nærri fulloiðin, ogmiklu þrekmeiri en ég var þegar ég giftist, svo ég ber engan kviðboga fyrir henni_ Auðvitað óska ég af öllu hjarta að hún verði hamingjusamari en ég, og mér finnst að hún verði það líka. Nú skulum við hætta aS tala um hið löngu liðna sem ekkert er eftir af, nema ógeðfeldar endurminningar. Eg hef haldið eiða mína er ég sór barn að aldri og reynzlu fyrir altari drottins. Eg hef verið bónda mínum undirgefin eins og ég lofaði, enda þegar allt kemur til alls, þá er líf einstaklings ns ekkert, eða því sem næst,—nærþví ósýnilegtsandkorn & eilífðarinnar sandauðn. Jæja, gamli

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.