Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 5

Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 5
FREYJA, MARZ OG APRÍL 1899. 5 vinur, þú verður lijá okkui' í nótt í síðasta sinni. Mér getur ekki annað en verið vel til þín, því þú geymdir svo dyggilega leyndarmál mitt. Eg óska þér tii lukku af öliu hjarta í nýja heiminum. Eg hef lesið mikið á seinni árum og komist á þá skoðun, að þar sé einmitt landið fyrir ungar og duglegar stúlkur og framgjarna nienn er treysta guði og sjálfum sér.“ Eg sá að dagur var að kvöldi kominn og hlaut því að fara, sem ég náttúrlega sýndi þeim fram á í fám orðum. Svo kvaddi ég þær, og þær báðu ósköp innilega fyrir mér. En þegar ég kvssti gömlu konuna sá ég eitt stórt og einstæðingslegt tár hrynja niður holdlausa föla vangann hennar. Eg steig á bak og lét klárinn lötra í hægðuin sínum þangað til ég koui á ieyti nokkurt, þaðan sá ég síðast lieim að bænum, þar sem ég hafði eytt nokkrum tírna æsku minnar. Dökkir og drungalegir skýjabólstrar hulduaustur hvel sjóndeiidarhrings- ins, það leit út fyrir regn. Um vest- ur loftið svifu rauðir og léttir skýja bnoðrar, svo sólin sem var lágt á lofti skein annað slagið í heiði, en hitt faldi hún sig á baki skýanna. i>cgar ég leit heim að bænum var undur fagur regnbogi rétt ytir hon- um,—margir kalla það friðarboga. Var það mögulegt að fi iður væri nú í hinni þjáðu sál sem fórnað hafði verið á altari hins spilta aldaranda? Ilvilíkt stríð hefnrei verið háð í sálu þessarar vesalings konu? Má vera liún haíi unnið sigur; ég veit það ekki. Mér var ilt. Það sem ég hafði séð þeita kvöld, særði mig ónotalega. Eg gleymdi einstæð.'ngikap minum og því, að ög var í þann veginn að leggja einn út í hinn ókunna heim langt frá föðurlandi mínu með þeim ásetningi að sjá það aldrei framar En ranglætið sem helmingur landa' minna varð að líða, nagaði hjarta- rætur mínar. Andi minn sveif með undra hraða aftur í tímann, og ég varð var við eitthvað sem stöðvaði hann á flugi sínu. Ilvað var það? Það var saga sem ég hafði heyrt fólk pískra með fyrir löngu löngu síðan. Nú fyrst skildi ég hana og sá hana leikna. Ég var staddur við kyrkju ásamt fjölda fólks sem allt flýtti sér að ltoin- ast inn í kyrkjuna þrátt fyrir þreugslin. Það var eins oginniværi uppboðsþing á einhverju sem allir vildu eignast. Stúlkurnar voru kaf- rjóðar, og ílestar hlæjandi—hióu kæruleysislega. Þær liöfðu enga til- finningu af því, eða vissu ekki að það var verulegt uppboðs þing þarna inni, og að þarna var selt frelsi og tíinanleg velferð einnar meðsystur þeirra; má vera að það hafi ltka verið þeim fyrir beztu, því annars heíðu þær án efagrátið örlög konunnar sem stóð þarna frammi fyrir altarinu, því uppboðið var ekki annað en gifting, ogbrúðhjóninvoru þau húsbændur mínir. Hún var rjóð og björt eins og ný-útsprungin rós— ímynd sakleysis og blíðu, en þó á þessu augnabliki auðsjáanlega lirygg og kvíðandi, cr lýsti því að hún steig þetta spor af hlýðni en ekki af þeirri hvöt er eingöngu ætti að stjórna þeim sporum er þau eru stígin. Yið hlið hennar stóð maður, rauðbirkinn, stuttur og digur, og ei ólíkur rauðum rekaviðar bút að því er tilfinningar eða viðkvæmnisnerti. Hann gaut augunum til konunnar sem lijá honum stóð, og svo til mannanna sem sátu til beggja hliða, eins og til að storka þeim með því hvaðgóða verziun hann hefði gjört, og hverju þeir hefdu tapað. Til liægri hliðar sat ungur maður fríð- ur sínum og gáfulegur, en í snjáðum fötum sem lýstu því að hann var fá- tækur. Þegar brúðguminn leit til hans, flaug ánæju bros yfir andlitið á honum. Það leyndi sér ekki að hann fann til þess að hafa borið hærra hlut í einhverjum viðskiftum við þenna unga mann. Má vera að hann hafi keypt af honum grip og fengið hann með liálfu verði, eða haft við liann hestakaup, og ábatast að góðum mun. Verið getur líka að þessi ungi maður hafi elskað konuna sem stóð við hlið hins ríka manns, en orðið frá að hverfa.sökum fátækt- ar borið lægri hlut, þar sem konur og ást þeirra er metin til hundraða, eins og ær og gemlingar, því allt þetta mundi hafa lík áhrif á brúð- gumann. Það var peningalegur hag- ur fyrir hann að giftast þessu sak- lausa barni,og því giftist hann henni. iljónavígslan var afstaðin. og fólkið ruddist um eins og stefnulaus skríll til að óska brúðbjónunum tii Iukku,jafnvel þólivert óspiltmanns- hjarta liefði átt að geta séð að luklc- usól brúðarinnar hvarf á bak við fjallgarða hryggðar og vonleysis, hvaðan engar líkur voru tii að hún myndi aftur rísa til að kyssa tilver- una með sínum blíðu og viðkvæmu kossum, sem koma einungis frá frið- sælu rólegu hjarta, sem lífið liefur gefið allt sem líf hvers einasta einstaklings á með réttu heimt- ingu á. Skarkalinn var mikill, en vfir allt gnæfðu þó þessi orð: ,,Þér konur, verið mönnu n yðar undir- gefnar. því maðuninn er konunnar liöfuð eins og Kristur er safnaðarins höfuð.“ Vesalings hesturinn minn hnaut, hann hefur líklega verið sifjaður. Eg rankaði líka við sjálfum mér og sá að kvöldskuggarnir voru farnir að lengjast austan við fjöllin, þeir lágu í lautunum, og teygðu kolsvarta hrammana yfir holtin og hæðirnar. Ég varð að hraða mér svo ég næði háttum, og það gjörði ég, En aldrei man ég til að ég hafi orðið fegnari að halia mér að brjóstum náttúr- unnar og sofna en þetta kvöld. Blomhnappurinn. Einn fann ég blómhnapp í indælum lund, og að honum hlynnti um sumar- dagsstund; hann vissi’ ei um stormana stríða, en illgresi’ og hreggviðri ýttu’ hon- um burt, svo ei gat égblómhnapp minn fram- ar upp spurt, unz fraus hann í frostkólgu hríða. Mrs. G. Muller. SORG OG GLEÐl. Sorgin krafta lífs og sálar lýr svo loks er gröfin beztur samastaður. Af gleðinni margur verður villudýr sem væri annars talsvert nýtur maður. Myrrah.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.