Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 7

Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 7
FíiEYJA, MARZ OG APRÍL 1899. gjarnan svara, sem voru þessu fólki meira virði en þess eigin örlðg, meira virði en allt ið rómverska ríki og allir þess keisarar eða lieimsins herradæmi. Þessi maður var í þeirra augum orðinn að nokkurskonar hálfguð sem það dýrkaði. Keisarinn sjálfur stóð upp til að sjá þessa óvan- alegu sjón.Hann og Tigellinus höfðu útbúið þessa skemmtun og sögðu sín á milli með þrælslegu glotti: ,,Við skulum sjá hvernig morðing- ja Crotons gengur að sigra uxann sem við sendum á móti honum.“ Svo nú stóðu þeir forviða og vefengdu nálega virkileika þessa leiks. Á leikhúsinu voru menn sem stóðu með uppréttum höndum, svit- inn bogaði af þeim eins og þeir sjálfir tækju þátt í þessari glímu. Orðin dóu á vörum þeirra. Ekkert hljóð heyrðist nema snarkið í ljós- ununi. Hjörtu fólksins slóu með óvanaleguin hraða, því fannst sem þessi bardagi mundi aldrei taka enda, en dýrið og maðurinn héldu áfram þessari ti'öllslegu glímu, og svo grófu þeir sig niður í sandinn að vel hefði mátt lialda þá iasta við jörðina. Nú heyrðist dimmt, urgandililjóð frá leikfletinum, fólkið hljóðaði upp af undrun og svo varð aftur kvrrt oghljitt. Fólkið hólt sig dreyma. Háls uxans svignaði í járnklóm mannsins, en andlit hans háls og handleggir tútnuðu út sem mundi þeir springa. Hann auðsjáanlega tók nú á öllum sínum yfirnáttúrlegu kröftuin, það var strfð uppi líf og dauða, og gat ekki staðið mikið letigur. Dimmra og dimmra sárara og sirara varð korrið í nautinu og blandaðist hvæsuuum frá brjósti risans. Svíri dýrsins svignaði meir og meir og froðandi tungan hékk út úr því. Eitt augnablik lengur, og fólkið heyrði marrandi brothljóð, nautið valt á jörðina, snúið úr háisliðnum. Það var aðeins augnabliks verk fyrir risann að losa meyna af horn- um uxans. Hann andaði hratt, föln- aði upp hárið storknaði af svitanum herðar hans og handleggir voru votir eins og hann hefði komið upp úr vatni. Augnablik stóð hann eins og hálfringlaður, svo leit hann til fólksins. Fólkið var hálfbrjálað. Veggir leikhússins gnötruðu undan óhljóð- um margra þúsunda. Aldrei fyr hafði þetta fólk komist í slíkann trylling. Þeir sem sátu í efstu sæt- unum, tróðu sér niður og fram í fremstu sætin til þess að sjá afreks- manninn. Frá öllum hliðum báðu menn honum griða,’hljóðin hækkuðu meira og meira og urðu loks að þrumandi gný. Fólkið sem ekki þekkti stærri dvggð en hreystina, elskaði nú þenna niann; hann var því á þessu augnabliki dýrmætari en allt annað. Ursus var auðsjáanléga ekki að hugsa um sig; hann sá að vísu að fólkið vildi gefa sér líf, en það var ekki nóg. Hann leit í kringum sig, færði sig nær podium keisarans, rétr.i meyna fram á örmum sör og leit til hans bænaraugum eins og vildi hann segja: „Frelsaðu hana, óg gjörði það fyrir hana.“ Fólkið skildi hina þögulu bæn, og þegar það sá hina fögru meðvit- undarlausu meyju, sem var eins og barn hjá jötnanuin er írelsaði hana, varð meðaumkunin því öllum öflum vflrsterkari; hún braust út eins og óviðráðanlegur eldur. Því fannst, Ursus faðir sem bæði barni sínu lífs og griða. Það var búið að fá nóg af blóðsúthellingum, nú bað það um miskun. Ursus bar meyna eftir leiksviðinu og bað henni griða með augunum. Þá stökk Vinicius vflr rið sem aðskildu leiksviðið frá áhorfenda pöllunum, og breiddi toga sinn yfir Lvgiu. Svo opnaði hann fötin á brjósti sér og sýndi örin sem hann hafði fengið í Armeníu. Þá gekk ofsi og ganragangur fólksins lengra en nokkurntíma áð- ur hafði átt sör stað á sýningu. Það stappaði fótunum svo að hrvkti og brakaði í öllu, og grenjaði í sífellu. Raddirnar sem báðu þeim griða, urðu að þrumandi óhljóðum. Mörg þúsund af þessurn trilltu áhorfendum snöru sér til keisarans með krepptum hnefuiu, og störðu á hann með leyftrandi og ógnandi augum. En Neró var ófús tíl að gefa þeim grið. Á Viniciusi átti hann að vísu engar sakir, og um Ursus kærði hann sig ekki. En hann iangaði til að sjá blótneytið rífa í sundur hinn hvita iíkama merinnar Ilans eðlis grimmd og vanskapaða fmynduarafl hafði ótakmarkaða ánægju af öllu slíku. Og nú viidi fólkið rænahann þessari gleði. Hann tútnaði upp af gremju. Sjálfselslta hans levfði honum ekki að beygja sig undir vilja fólksins, og þó var iiann of mikil raggeit til að þrjóskast á móti vilja þess- llann leit í kringum sig til að sjá hvað hermönnum liðijþeir gáfu allir griða merkið—réttu upp hendurnar. Hann sá Petronius gjöra slíkt hið sama og gefa sér óhýrt auga. Vestinius—maður sem óttaðist vofur en ekki lifandi menn, varð einnig hugfanginn ogrétti upphönd sína. Svo gjörðu þeir Scevinus þingmaður, Nerva, Tullius Senecio^ og hinn frækni Ostorius Scapula, Antistius, Piso, Vetus, Crispinus, Minucius Thermus, Pontius Telesin- us og Thrasea sem allir elskuðu og virtu. Keisarinn lét nmeraldinn síga, og leit fyrirlitlega kring um sig. En Tigellinus sem gjarnan vildi gjöra Viniciusi skapraun, snöri sér nú til keisaraiu og sagði: „Slakaðuekkitil herra, vér höfum varðliðið.“ Keisarinn leit þangað sem stóð hinn harðsnúni lífvarðarforingi Subrius Flavius sem hingað tii hafði tilheyrt honum með lífl og sál. En einnig hann var breyttur. Augu liins harðsnúna hermanns voru full af tárum, svipurinn alvarlegur og hann rétti einnig upp hön diua til meikii uin að liann tæði ]e'm griða. Fólkið þoidi ekki lengur mátið: það stappaði með fótunum svo rikið þyrlaðist upp og varð að biksvört- um mekki; það hrópaði í sífellu, vægð! vægð! Og í óhljóðunum lievrðlst hrópað: Ahenobarbns! Matricide! Incendi- ary!* Neró varð skelkaður. Fólkið var búið að ná vflrráðum yfir leik- húsinu. Fyrirrennarar hans, enk- um Caligula höfðu stundum leyft sér að brjóta í bága við [2.bls.]

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.