Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 15

Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 15
FREYJA, MARZ OG APRÍL 1899. 15 mest, og verði það snögglega hrætt við einhverja ímyndaða sjón eða heyrn, þá að komast fvrir orsakir hræðslunnar sem vanalega verða eðlilegar ef svo er að farið, og þann- ig eyða áhrifum hræðslunnar, venja svo barnið við myrkur og einveru, en þ<5 svo, að maður sft æfinlega við hendina ef snöggleg hræðsla skyldi grípa það. Haflð það ætíð hugfast, að hræðsla er í flestum tilfellum sjúkdómur sem ekki getur læknast með hörku. —Barnavinur. KOKKRAR REGLUR fyrir því hvernig húa shuli til létta og holla fœðu fyrir sjúhlinga sem þjázt af magasjúhdómum. MJÓLKUR PÚNS. Hálf mörk af mjólk 1 matskeið af brennivíni eða tvær af Sherry, slétt- fulla matskeið af röspuðu svkir og ögn af röspuðu nutmeg; þetta allt skal láta í flösku og hrista vandlega saman. KALIv VATN. Láta skal vænan kalk mola í leir- skál og hella yflr það nægilega miklu vatni til að hylja það vel, skal það svo standa þangað til hætt er að sjóða í því og kalkið er allt sezt á botninn, þá má hella lögnum í hreina flösku og geyma hannsvo. Tvær matsheiðar af þessum lög má l'ita f einn bolla af rnjólk. Meðþessu er fengin holl og hálf melt fæða fyr- ir sjúklinginn. EGGJA DRYKKUR. Fyrst skal slá upp eitt nýtt egg þíingað til það freyðir, saman við það skal láta háifa teskeið af sykri, þetta skal svo láta í vinglasog fylla það svo með mjólk. Hafl læknir ráð- lagt áfengi, skal láta það í síðast, annars herðir það sykrið og hleypir eggið. ALBUMIZED MJÓLK. Eitt af nauðsynlegustu fæðu fyrir gjúklinga er „albumen." Þetta efni er nálega óblandað í eggjahvítunni. Taka skal hvítu úr einu eggi, bolla af mjólk, ögn af salti og sykri; þetta allt skal láta í glas og liræra vel saman. Vatn má hafa í injólkurstað vilji sjúklingurinn það heldur, og skal þá láta í það lítið eitt af lemon vökva til að skerpa og bæta bragðið Hreinlœti. Fáir taka eftir því hvað mjólk er næm fyrir allskonar ytri áhrifum. Þess hefur verið getið í Freyju hve bakteríur sem korna með flugum í mjólkina, timgast ákaflega fljótt. Þess vegna er nauðsvnlegt að við hafa alla mögulega varkárni í hand- téringunni á mjólkinni og mjólkur ílátunum. Fyrsta skilyrðið er að spenarnir á kúnum séu hreinir þá mjólkað er. Fjós skyldi aldreimoka meðan verið er að mjólka, því við hreyflngunaá mykjunni verður lykt- in sterkari og mjólkin dregur hana strax að sér. Oft heyrast þær um- kvartanir, að „flórbragð sé að mjólk- iuni.“ Auðvitað er það af einhverj- um óhreinindum sem í hana kom- ast. Það er gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut að gjöra skuli ah gjörða hreinsun á íbúðarhúsum manna haust og vor. Þetta skyldi einnig vera regla með fjós og yflr höfuð öll gripa hús að minnsta kosti á vorin. Þau ættu að vera sópuð hátt og lágt og síðan hvítþvegin úr kalk vatni, það drepur maurinn sem annars ónáðar skepnurnar sé hann mikill, og hreinsar loftið. Svo skal hafa fjósin opin eins mikið og mögulegt er til að þurka og útrýma saggaloftinu sem safnast hefur sam- an ytír veturinn. Reynzlan hefur sýnt að þær kýr sem konur umgangast og mjólka, gjöra betra gagn en þar sem karlmenn hyrða þær ein- göngu. Bóndi nokkur segir svo frá: „Eg hafði stórt gripabú ogæflnlega mikið að gjöra. Eg flýtti mér æfin- lega að gefa kúnum og yflrhöfuð að öllu, því aðrar landannir, heyannir með ti. útheimtu alla mína vinnu- krafta. Þegar ég var burtu fle:ri daga, tók ég eftir því að mjólk og smjör óx í kúnum í fjærveru minni. Þeim var ekki geflð meira, það var æflnlega vist mál fyrir hverja kú. En gátan var ráðin á annann hátt. Stúlkurnar mjólkuðu kýrnar þegar ég var ekki heima. Þær voru allar góðar við kýrnar, töluðu hlýlega til þeirra ef þær hreyfðu sig þegar þær voru að mjólka. Kýrnar sem vana- lega öktuðu okkur piltana fyrirótta- sakir, hlvddu þeim fyrir vináttu sakir. Við piltarnir erum ekki vondir við skepnur, eða ekki verri en almennt gjörist, en við reynuni ekki að ná vináttu þeirra. Þessi breyting gat ekki stafað af öðru en því að stúlkurnar sýndu þeim meiri alúð—voru þeim betri.11 Þetta hefur víðar og oftar verið reynt, og æflnlega með sömu áhrif- um. vernig ala skuli upp kvígur til smjörs og mjólkur. Margir ætla að bezt sé að flta kálfa þegar i byrjun, en það er mis- skilningur sem góðir gripabændur hafaþegar kannast við. Kvígum sem ala skal upp til smjörs og mjólkur skal gefa létta fæðu. Nýmjólk er ekki nauðsynlegt að gefa kálfum lengur en i tuttugu daga, og má þó gefa þeim undan- rennu fvr og draga frá nýmjólk í staðinn; en ætíð skal gefa þeim undanrennuna vel nýmjólkur volga, auðvitað er gott að gefa kálfum ný- mjólk lengur, sé það hægt. Fóður bætir má gefa dálítinn úr ,,olíumjöli“ sem tilbúið er sérstaklega fyrir kálfa og i Evropu er það kál fóður not ið í stórurn stíl. Kvígur skulu hafðar í réttgóðum vaxtarholdum og ekki meir. Komist þær ungar í spik, verða þær aldrei húsbónda hollar, með öðrum orðum: þær verða holdsælar en ekki til mjólkur. Aftur á móti er gott að koma þeirn gripum sem fyrst í hold sein ætlaðir eru til írálags eingöngu. (FARMERS ADVOCATE.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.