Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 12

Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 12
12 FREYJA, iMARZ OG APRIL 1899. HVAÐ KONAN ENN GETUR. ORÐIÐ. EFTIB H. H GARDENER. ér er Iivorki æltað að sýna hina íiýjn eða göniln konn, heidur konu framtiðarinnar. Þetta er óþægilegt verk nema fyrir þann sem gæddtir væri spádóms gáfu, og þyríti hann þó að hafa meira en elnskonar innblástnr ef spá- dóninr luvns ætt.i að hafa nægilegt sannleiks gildi til þess að fólk almennt gæti aðliyllst hann. En spádómsgáfu á feg ekki til. Mfer hefur verið sagt að ein grein vísindanna haldi því fram að kon- ur framtíðarinnar verði tannlausar og sköllóttar (og karhnenn líka). Yður hryílir við þessum ósköpum, og haldið að það yrði lítill fegurðar auki. Það virðist heldur ekki stefna í frainfara áttina, og þó er það byggt á grundvallarreglum fram- þróunarinnar. Þeir sem hæzt hafa klifrað í menningaistigann hafa minnst hár- Með öðrum orðum, vax- andi menningu fylgir þveri andi hár. Af þessu leiðir, að þegar þjóðirnar verða fullkomnar, verða þær einnig hárlausar. En látið sámt ekki hug- fallast; því vfer sem erurn komin Jengst áleiðis, eigum enn þá afar langt. í land til að verða fullkomin. Tennur siðaðra þjóða eru miklu veikari nú en þær eiimsinni voru; veikari fvrir þi sök, að þær eru minna notaðar sem vopn til að rífa og slíta með en, til forna. Þier verða meira til skrauts, eftir því sem oss lærist betur að viðhafa hnífinn og gaffalinn, og minka um kjötátið. Af þessu leiðir enn fremur, að þegar fram líða stundir, þurfum vér ekki á þeim að halda, og þá munu þær hætta að verða til. Tann- pína og tannlæknar fara úr móð, eftirstöðvar vígtannanna verða skoðaðar eins og miltað—þýðingar- laust fyrir manninn . Hárlaust ogtannlaust, hvílík sjón! Yður hryllir að hugsa til þess. En hvað er þó fegurra í heimi þessum en ungbarnið? og þó er það bæði hárlaust og t.annlanst. Ungbörnin þurfa ekki á því að halda, og þvi hafa þau það ekki. Komi sá tími að vér þurfum ekki á þeim að halda þá hverfa þær með öllu. Bærilega bvrjar það. Kona fram- tíðarinnar verður hárlaus og tann- laus. En vel að merkja; hún hæfir karlmönnum framtíðarinnar. Má vera að þfer liafið tekið eftir því, að hún hefur æfinlega gjört það. Það er arfgengur vani. Hún mun einnig hæfa honum að því er allt annað snertir. Hafi hann orðið frjálslyndari, mannúðlegri og göfuglyndari—lært og viðurkennt þann sannleik, að allir menn eru bræður, sem eiga að vinna saman eins og bræður.en ei skoða alla menn sem óvini sína sem sjálfsagt sé að tortryggja, svíkja eðamyrða- Þann- ig mun hún einnig liafa grætt sjálf- stæði sem persónuleg framför og sjálfsábyrgð hafa opnað fyrir henni; hún mun fylgja fet fyrir fet siðferð- islegu og andlegu ásigkomulagi og framförum þe rrar þjóðar sem hún tilheyrir. Takið nú eftir! Heimurinn er loksins farinn að viðurkenna þann sannleik,a3 konan sé ekki aðeins of- hold eða varta út úr þjóðlíkamanum, heldur annar helmingur hans. Yér þurfum því ekki annað en að fylgja vanalegu náttúrulögmíli til þess að sjá hvað hin ltomandi kona muni gjöra og hvað hún muni verða. Þér getið ei gizkað á hvað einstakling- arnir muni gjöra nú eða þá; en livað helmingur mannkynsins muni að- hafast, er alveg komið undir ásig- komulagi hins helmingsins á sama tíma. Þjóðirnar ferðast ei langt it öðrum fæti fremur en einstakling- arnir. Ilver sú þjóð sem hyggst að kyrkja og þröngva kosti annars helmings síns, nær aðeins helming af því er hún ætlar hinum partinum að græða n. 1. andlegum og líkam- legum kyrking þjóðarheildarinnar. Rennið huganum sem allra snöggvast til Kína, og gleymið ekki Tvrkjanum. Rennið huganum yfir eina þjóð eftir aðra, og þér munuð sjá að hin gamla leona var alstaðar og æfinlega við hæfi hins yamla manna; að konur þessara tíma, eru við liæfi þessara tíma karlmanna; og það er engum vafa undirorpið að hin komandi kona verði einnig við hæfi hins komaudi manns. En hvernig rýmist þetta sainan við um - talsefni mitt? Einmitt eins og til var ætlað. Þar sem karlmennirnir hafa verið grimmir, fáfróðir og þröngsýnir, hafa konurnar verið eigingjarnar, ranglátar og tepruleg- ar. Þær hafa fylgt körlunum fet fyrir fet í hinni arfgcngu uðalsynd þ.'óðanna—siðferðis þrekleysi, sem er skildgetið afkvæmi sálariegrar þröngsýni. Allar þjóðir, allir kynflokkar hafa Iiðið fyrir þessa einu synd; og það er aðeins eitt sem getur skolað hana burt af jarðríki; og það er víðtæk, óþvinguð þekking. Eg á ekki við grísku, latínu eða stjörnufræðis nám, ekki ncálfræði nfe skáldskapar- lega þekkingu, En ég á við þekk- ingu á því náttúrulögmáli sem inni- bindur þá menntun, sem kannast við ifett einstaklingsins til að ná fullkominni þroskun mannssálar- innar, til fvllstu afnota fyrir sér hvern hæfileika hvers einstaklings, áþeim hnetti eða í því ríki sem þessi einstaklingur eða einstaklingar búa, án tillits til þess hvort tilfellin hafa mótað þá í karlkyns eða kvenn- kyns móti. Margt uppburðaríítið fólk hefur látið þá skoðun í ljósi, að fullkomin sálarleg þroskun cg óþvinguð ifett- indi mundu gjöra konuna ákvenn- lega. En það eru ekki konurnar sem gjöra hin svo kölluðu karlmanna- verk, sein eru ókvennlegar, ekki þær konur sem kallaðar eru hidandi konur í kvennfrelsismálum, heldur afturhaldskonurnar, sem ætíð vilja fylgja vananum, sem ætíð reyna að vera, gjöra, tala og hug-sa eins og þær halda að karlmennirnir vilji; þessar afbrýðissömu, þröngsýnu ,sál- arlittlu konur. Ein af hinum kvennlegustu og prúðlyndustu kónum sem ég hef þekkt, er afhragðskonan mrs- Phebe Hearst sem nú hefur sett heiminum hærra menningar takmark en Iiaiin hafði áður liugmynd um. Hún hefur lagt grundvöllinn til þess að byggð yrði menntastofnun I þessu landi, sem frá listarinnar og nytseminnar sjónarmiði tekur langt fram öllum þesskonar stofnunum. Enginn mað-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.