Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 9

Freyja - 01.03.1899, Blaðsíða 9
FítEYJA, MAKZ OG APKlL 1899. 9 iseinkunnir hans-við verkin er hann framdi. Til þess að gefa þeim sem ekki kunna að hafa lesið þessa sögu virkilega hugmynd um innihald hennar, réðumst vér í að taka upp í Freyju einn kapitula úr henni. I JLjúskaparlög eru eitt af þeim spursmálum sein nú eru kappsam- lega rædd og liafa gjört allmikla hreyfingu,meðal þeirra sem vakandi cru fyrii' velferð og fyrirkomulagi félagslífsins. Þessu iníili hefur ekki verið hreyft meðal vestr-íslendinga, þessvegna viljnm vér vekja athygli lesendanna á grein þe3s efnis eftir kveimskörunginn Elizabeth lCady Stanton sem hér fylgir á eftir. Þetta er alvarlegt málefni, og vel þess virði að íslendingar gefi því gaum, engu síður en innlenda þjóðin. Þar sem skórinn kreppir að öðrum kon- um, þar getur hann oinnig krept að konum (og körlum líka) vors eigin litla þjóðflokks þó það ekki sé oiðið almennt. Þá eru þó innan hans vé- banda nægilega mörg dæmi sem sann.t að svo sé og svo muni verða á ko nandi tímum. Það er því sam- eig nleg skylda allra að vera vak- andi fyrir öliu sem endurbóta þarf, og uiufram allt líða það ei, að vör eða niðjar vorir séu rændir þeim rétt irbótuin sem forfeður vorir hafa getið oss. Þó vér séum farsæl, þá geta það einhverntíma orðið ætting- jar vorir og vinir, sem leggja bless- u i sína eða bölbænir yflr oss, fyrir a skdti eða afskiftaleysi vort á gildi þeirra laga sem snerta lieimilishag og innbyrðis samkomulag þeirra persóna sem mynda heimilin. Menn og konur ættu að hafa það liugfast, að það er oftast heppiiegra og auð- vel lara að sporna á mót skaðlegum sjúkdóinum, sé það gjört nógu sneinma, en að útrýma þeitn þegar þeir hafa sýkt allann líkamann. Hið sama lögmál gildir þá ræða er um skaðleg lög fyrir þjóðfélagið. HJÓNASKILNÁÐAR LÖGIN. EFTIR ELIZABETH C.VDY StANTON. Nú í seinni tíð hefur margt verið sagt um nauðsyn til að fá algjörða breytingu á hjónaskilnaðarlögunum. Kíkið stingur upp á nefnd af lærðum dóm- urum, en kyrkjan af byskupum, til að semja alríkislög þess efnis. Fn þó að þessi lög liafi fyllilega eins mikla þýðingu fyrir konur, hefur þó hvorki ríki eða kyrkja látið sér koma til hugar að nærvera þeirra og tillögur í þessu máli, væru nauðsyn- legar. Þessvegna er það nauðsynlegt að þær sjálf.ir taki það til yflrveg- unar og ræði það í blöðum og ritum áð'ur en nokkur brevting er gjörð. Af því að flestir dómarar og biskup- ar eru afturhaldsmenn, þá er injög hætt við að álirif þeirra verði lieldur til að þrengja en rýma þessi lög, og þannig gjöra illa giftum konum enn þá óhægra en verið hefur, að fá hjónaskilnað. Bandarríkin með sínum frjálsu hjónaskilnaðarlögum, hafa verið illa giftum konum hið sama sem Canada var þrælunum fyrir og um þrælastriðið—paradís friðar og frels- is. Hjónaskilnaðar umsækjendur eru flest konureins og Naquit’s bill sem fulltrúa-deildin samþykkti fyrir nokkrum árum, sýnir. A fyrsta ár- inu voru þrjú þúsund umsækendur, og flest konur. Illa gif.tir karlmenn hafa þúsund vegi til að losa sig úr óhamingju- sömu hjónabandi, sem þeir líka nota. Þessir vegir eru konunni fjármuna- lega og óinegðar vegna oftast ófærir. Karlmenn geta fiúið af landi burt, komið eignum sínum á vöxtu, séu eignir til, því þær eru vanalega í þeirra höndum. Annars hafa þeir vinnukrafta sína óhindraða, því sem sagt, fylgja börnin oftast móðurinni. Lögin snerta aðeins þá sam heiðra og hlýða þeiin. Lög |sem eiga að halda í skefjuin siðferðis sp*iltum og kærulausum körlum, falla vanalega með sitt hegnanda réttlæti [?] yflr konuna, einmitt af því að þeir fiýja en þær ekki, eða mikið sjaldnar. Sú kona sem hefur nokkur pen- ingaráð, getur nú hæglega losast undan yfirráðum óverðugs eigin- manns með því að lifa eitt ár í frjálsu ríki, og eftir hæfllegann tíma gifst aftur. Hví skyldi stúlka, sem af barnaskap, og ef til vill tilhlutun meðráðenda sinna, lendir í hamingju snauðu hjónabandi, vera neitað um að giftast aftur, þegar hennar eigin þroskaða skynsemi og lífsreynzla hefur kennt henni að velja betur? Hvívetna sjáum vér járnklær hinna fornu Canonisku laga í öllum vorum lielgustu samböndum. Fyrir þeirra spillandi áhrif heldur kyrkjan lyklinum að hjúskaparlögunum, og streitist við af öllum kröftum að halda honum. A kyrkjaþingi byskupakyrkj- unnar í V/ashington D. C. ræddu byskupar lijónaskilnaðarlögin fyrir luktum dyrum, var niikið meiri hluti með því að þrengja þau sam- kvæmt hinum Canonisku lögum. Um sama leyti héldu 1,500 konur úr sömu kyrkjudeild aðstoðar eða auka þing í kyrkjunnár þarfir. En ekki fengu þær að hlustaá néleggja til þeirra umræða sem snertu tólf eða fleiri af hinum Canonisku lögum. Meðritari ,,New York Sun“ segir: „Það er engum vafa undirorpið að kennimenn byskupa kyrkjunnar eru sterklega mótsnúnir hjónaskiln- aðarlögunum, það sannar bænaskrá þess efnis, sem þeir liafa geflð út, og sem þegar liefur fengið tvö þús- und klerka undirskriftir. Það, að þrengja hjónaskilnaðarlögin hefur óskift fylgi hákyrkjunnar og all- mikið í hinum lægri.“ Mikið hefur verið bollalagt um það, hvaða stefnu kyrkjan ætti að taka í þessu máli. Byskupa kyrkjan hef- ur ætið verið hörð á móti hjóna- skilnaði, en sérstaklega því að persónur sem skilið liafa, giftist aftur. Katóiska kyrkjan gengur það lengia, að liún liefur stöðugt neitað að kannast við gildi hjónaskilnaðarlaganna. Árið 100.) g.tf enska kyrkjan út lög þess efnis, að enginn kristinn maður mætti ganga að eigaþá konu sem skilið hefði við mann sinn. Til 1857 varð þingið á Englandi að gefa út heimuleg hjónaskilnaðalög til þess að hjónaskilnaður fengist, 185G

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.