Freyja - 01.02.1900, Blaðsíða 11
FREYJA
11
lenzkan kvennfélag,sskap,og vondaufar tun, að við mun-
um geta komið nokkru til leiðar, þó við gjðrum sam-
tök, að kynna sér sem bezt allar kvehnlegar fmmfarir
frá elstu tímum til þessa dags. Eins og kunnugt er,
verður allt þetta breitt fit fvrir atigum þeirra. er heim-
sækja veraldarsýninguna í sumar. Engin sýning hefur
nokkru sinni áður haft þvílíka kvennadeild,og hluttekn-
ingkonunnar í hinu stdrkostlega fvrirtæki lýsir án efa
betur en nokkuð annað, hversu langt þetta land er á
undan öllum öðrum í því að viðurkenna frelsi og rétt-
indi hennar. Ilefðu nú allar íslenzkar konur tækifæri
til að ferðast til Chieago, og dvelja nokkra daga I Jack-
sons Park, þá er ég viss um, að þær sneru þaðan með
þeim ásetningi að innilykja sig ekki í neinum fram-
kvæmdarleysis bobba eftirleiðis. bað er bvort sem er
farið að votta fyrir sprungum á skelinni okkar, ogbráð-
um lærumst við inn í einhverja hvfsl framfarastraums-
ins hér, og hún skolar brotunum alveg Imrt. En vegna
þess að kjör inæðra okkar voru eins og þau voru, þá er
það svo nýstárlegt þegar fyrstu fslenzku konurnar eru
að skríða út úr skelinni, og fara að prédika fyrir systr-
um sfnum, að þær skuli reyna að standa jafnfætis öðr-
um konum. Þá heyríst vfða hljóð úr horni, og þrí ólík-
lcgt megi þykja, þá eru það þessi „horna hljóð“, eða
réttara sagt óliljóð, sem eru erviðasti þrepskjöldurinn á
framfarabraut kvennanna, og þau koma vanalega frá
konunum sjálfum, því allur fjöldi kvennfólksins hvork'
vill né þorir að breyta nokkuð til, og eru flcstum nýj-
um framfara tilraunum mjög mótfallnar. Um þettugeta
bezt borið þær konur, sem nokkur verulegur framfara-
andi er í, því þær eiga sannarlegj, í vök að verjast nú
um stundir- Þegar því einstöku konur fara að taka sig
fram um að kynna sér frelsis og mennta mál þau er
annara þjóða konur leggja svo mikið kapp &, og fram-
setja skoðanir sínar á þeim, verður það óvinsælt hjá hin-
um þröngsýnu afturhaldskonum, sem tortryggja þessar
systur sfnar, og ímynda sér að metorðagirnd og aðrar
óhreinar hvatir liggi til grundvallar öilum umbóta til-
raunum þeirra. Sjálfar hafa þær alls ekkert hugsað
málið, og gjöra sér þess vegna enga grein fyrir þvf, að
ein kona hafi til að bera meiri skarpskyggni fyrir
þörfum okkar og kröfum tímans en önnur. Margar