Freyja - 01.02.1900, Blaðsíða 15

Freyja - 01.02.1900, Blaðsíða 15
FREYJA 15 að því, að afla peninga með ýmsum arðberandi sam- komum, er svo liafa verið brúkaðar í samciginlegar safnaðar þarttr. Það er svo fyrir að þakka, að kristin- dómurinn er áliuganiál meiri h'.utans af íslenzkum kon- um; og við, sem teljum okkur með þessum meirihluta, böfum ástæðu til að fagna yttr því, að hafa orðið þess umkomnar, ;ið styrkja þstta málefni, þó ckki sö nema pcningalcga; jafnvel þó framkoma okkar í safnaðarlíf- inu sé enn þá að öðru leyti nokkuð ófullkomin, þvf oft- ast eru þessi fjár framlög sá cini þáttur scm þær viljn taka í framkvæmdum málanna. Það er orðið að hefð, að karlmennirnir hugsi og ræði málin, konurnar þegi og samsinni, og annaðhvort leggi ekkert til þeirra, cða t.óma peninga. Engum keinur til hugar að hera nokk- urt mál undir þeirra álit, nema það, er kemur til þegj- andi atkvæðagreiðslu. Af þessu óviðfeldna fyrirkomu- lagi leiðir það, að í stjórn safnaðanna, sein því nær ein- göngu samansténdur af karlmönnum, lenda stundum menn, málefninu miður velviljaðir, vegna þess að ekki er völ á öðru, að öllu kvennfólkinu fráteknu. Þetta eru nú samtsem áður okkar sameiginlegu málefni, þar sem við höfum, eða cigum að hafa jafnrétti á við karlmenn- ina. En það á hér við, að við gjörum okkur ekki hugs- anlega grein fyrir ástandinu; en í meðan þetta ekki breytist, er lítil framfaravori. En sé nú ásigkomulag okkar að undanförnu, tekið til greina og borið saman við þessar fyrstu félagsskapar tilraunir okkar, þá er ekki von að lengra sé komið. Og sé okkur alvara með að láta okkur fara fram, þá munu þessir áminnstu gallar sináni saman hverfa, ura leið og sól 19. aldarinnar sígur til viðar. Og verði konurnar samtaka í að gróðursetja nú þegar liin fögru einkenni, sem þær vilja að framvegis prýði dætur þeirra og dæt- radætur; þá skal kona framtíðarinnar gjöra vart við sig á meðal Islendinga, eins og hverrar annarar þjóðar. Eg á ekki við hina fyrirferðarmiklu hálfgildings norn, sem karlinönnunum að vonum stendur stuggur af, heldur liina andlega þroskuðu konu, sem jafnan hefur betrandi áhrif á félagslífið, og 3em vegna menntunar og annara hæflleika, er fær um að taka að sér vanda- sama og ábyrgðarmikla stöðu, og þannig hjálpa til að

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.