Freyja - 01.02.1900, Blaðsíða 17

Freyja - 01.02.1900, Blaðsíða 17
VREYJA 17 getum né þurfum að stofna fsl. kvennaskóla. Hin stærri fslenzku byggðarlög eru nú þegar orðin svo efn- uð að þau gætu liæglega fengið tvær eða þrjúr fsl. kon- ur menntaðar, til að veita ungum stúlkuin tilsögn í fs- lenzku og íslenzkum bókmenntum, ftsamt búsverkum, og hannyrðum in. fl. þ. h. Fengju þessar konur hæfl- leg laun fyrir starf sitt, og kennslan færi fram fi þeim tíina sem alþýðuskólarnir væru lokaðir, þú yrðu &n efa niargar stúlkur til að nota tækifærið Fn einkanlega ættu kvennfélögin að ^já til þess, að gáfaðar stúlkur sem liafa hæflleika til að ná æðri mennt- un, gætu öðlast hana sakir peningaleysis. Við höfum bæði liér og hcima haft margar þessar fátæku en gáfuðu stúlkur, sem liafa orðið aðfara á mis við menntunina, þegar foreldrarnir gátu ekki hjálpað þeim. Þessum stúlkum ætti að veita meiri eftirtekt, og ef kvennfélög- in vildu styrkja þau til menntunar.mundi fátt borga sig betur. Einmitt yrðu svo þessar stúlkur beztu félags- konur, og væri þá þeim peningum sem gengju til að inennta þær, vel varið. En umfram allt þurfuin við konurnar að láta okk- ur fara fram í því að vinna saman, og til æflnga f þvf efni, eru félags fundir sérlega vel fallnir. Ættum við þvi að láta okkur sérlega annt um að gjöra þá sem upp- byggilegasta, og ætfð koina fram á þeim eins og siðað- ar konur. Getum við ckki orðið sjálfbjarga í að ræða mál okkar og ráða þeim til lykta, tapar félagið miklu af þýðingu sinni. En ef við höfum glöggla hugmvnd um félagsstefnuna, og reynum á allann hátt að efla hag þess og vinsældir. Ef góð regla, eining og velvild neð- ur á fundunum, og þeir að öðru leyti eru skeinmtandi og fræðandi. aukuni við álitokkar f annara augum, og náum bráðum hæðsta stígi kvennréttindanna. Atli. Fyiirlestur þessi var fluttur á kv.fél.samkomu f Marehall Minn. 24. maf 1893. Sfðan hafa konumar bæði hér og heima, geflð sig ineira við bindindismálun- um en þá var títt. Þó, í þeirri von, að eitthvað af kvenn- fólkinu kynni að vilja taka eftir einhverju í fyrirlestr- inuiu, sendi ég hann Freyju til birtingar. Höfundurinn.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.