Freyja - 01.02.1900, Qupperneq 20

Freyja - 01.02.1900, Qupperneq 20
20 FRKYJA skal gefa ykkur steikarapönnu, og Ijá ykkur brauðgaffal æfilangt. Nú nú, eitt pund, eða tínshillings, fimm eða tveir og sex?Nei! heldur vildi ög gefa það ef þið væruð ekki svo ljót. 7/ana nú frú! Settu • hestana fyrir, láttu gömlu hjúin í kcrruna, kevrðu burt og jarðaðu allt saman.“ Þetta vóru síðustu orð Willum Mari- gokís föður míris, og hans dæmi fylgdi konan hans, hún móðir niín sama daginn,eins og mér sem syrgði þau, ætti að vera kunnugt. A sinni tíð var faðir minn afbragðs mahgari, eins og síðasta ræðan hans sannar, en þó var ög flinka'ri. líg segi það ekki af monti, heldur af því að það var almæli. Enda hef ðg keppt við opinbera ræðusnillinga, svb sém þingmenn, lögfræðinga og prestn,og stætt þá er mér þótti nokkuð í varið, en hina ekki. Eg skal segja ykkur, að ég held því fram til minnar sið- ustu stundar, að engri stétt sé eins misboðið af heiminum, og mangara stéttinni. Því er hún ekki vernduð og viðurkcnnd cins og aðrar stéttir? Þvi erum við nauðbevgðir til að kaupa ránfugla leyfl, fyrst pólitísku ránfuglarnir þurfa þcss ekki? Hver er munurinn á okkur, nema s i, að þeir eru dýrir, en við billegir mang- arar, og mér sýnist aðþessi mismun- ur ætti að vera okkur i hag. Sjáið þið nú til. Það cr kosninga- timi, ég stend á kerrupallinum mfn- um á sölutorginu eitt laugardags- kvöld, Og hengi til sýnis allan varninginn ogávarpa fólkið á þessa leið: „Sjáið nú til. mínir heiðruðu, frjálsbornu og sjálfstæðu kjósendur. Eg skal gefa yður þau kosta kjör,að slík hafið þér aldrei heyrt síðau þér fæddust né heldur áður. Fyrst er þá skegghnífur sem rakar eins snöggr og fjárhaldsmaður munaðarlevsingj- ans. Næst eru straujárn, eins dýr- rrisét og jafnþyn’gd þess í gulli; og steikarapanna svo haglega gjör að steikarlvktin fylgir henni hvcr sem liana á, svo ekki. þarf annað en steikja á henni brauð, og hafa þó næga fæðu úr dýraríkinu það sem eftir er æfinnar. Hérna er kronomct- er í kassa úr hreinu silfri, sem þér getið barið að dyrur.t með og vakið konuna vóar þcgar þér komið seinr. heim af samkomu, en átt hnúana ó- skemmda lianda póstinum. Og hér er hálft dúsin af nfðsterkum diskum sem berja má allavega saman til að þagga niður f óþægum krökkum. Af því að mér lýzt þannig á yður að ég niuni verða að tapa á yður, eða sélja ekkert að öðrum kosti, en það má ekki svö til ga'nga, þá skal ég gefa þetta ágæta brauðkefli í kaup- bæ,tir, því penginga má ég til að fá f kvöld. Og þarna er spegill, svo þið sjáið hvað Ijót þið eruð. Ilvað segið þið nú? Eitt, pund sterling? Nei, svo mikið eigið þið ekki til. Tíu penni? Nei, ekki heldur, því þið skuldið ineira en það. Eg skal nú gjöra nokkuð, hrúga þessu öllu á pallinn, þarna er það. Skegghnffur, straujárn, steikarapanna, kronomet- er, diskarnir, brauðkeflið og spegill- inn. Takið þið það allt fyrir 4 shill- ings,svo skal ég gefa ykkur 6 penny fyrir ómakið. Þarna sjáið þér mig, billega mangarúnn. Á mánudaginn kemur dýri mangarinn á sama sölu- torgið í skrautkerrunni sinni; og

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.