Freyja - 01.09.1900, Blaðsíða 5

Freyja - 01.09.1900, Blaðsíða 5
FREYJA 149 ugu sál hryllti við því, en þá sá hún þó litla yon urn endurreysn. Hana dreynrdi þá ekki ura þá hina miklu breytingu sem verða mundi á hög- ura þeirra á örfáura árum, og það fyrir þeirra eigin framsókn, Allt til 1860 voru engin versleg kv.fólög til. Konur áttu ekki eigna né atvinnU' rétt. og ekki einusinni afkvæmi sín. Þá voru engir háskólar fyrir kvrenn- fólk, og menntunin í alla staðiófuþ- komin og óaðgengileg. Hið fvrsta kvennfélag var mynd- að 1864. Það var þegar í byrjun andstætt erlenda kristniboðsfölag- inu, sem fram að þeim tíma tók alla peninga, sem trúrækið kvennfólk nurlaði saman, án þess að taka vílja þess til greína um það, hvernig þvl tö skyldi varið. Konurnar voru farn- ar að sjá þörf á trúboði heima, og frú Doremus skýrði það fvrir félags- systrum sínum á opnum fjölmennum fundi, sem „Heima og erlenda trú- boðsfé!agið“ hélt, Það félag er enn við líði, og heldur út trúbpði heima og erlendis upp á eigin kostnað. Þetta félag r.eyddi erl, kristnilioðs- félagið til að viðurkenna önnur og smærri kristniboðsfélög og veita þeim atkvæðisrött í trúboðsmálum. Þetta eru að vísu smámunir, en þó sýnir það í hvaða ástandi kvenn- fólkið var, þegar það fyrst vaknaði til meðvitundar um félagsskap og samvinnu. Baráttan fyrir séreign kvenna, bæði á erfðafé ogvinnulaunum og sjálfræði til að arfleiða aðraað eigin vild, var hafin í sumum ríkjum,þeg- ar hin fyrstu kv,félög mynduðnst í Ne>y York og Boston, 1869 voru tvö hin fyrnefndu atriði veitt konunum í Wyoming, Minnesota og Distr. of Columbía, og hið síðastnefnda í lllin- ois. Þannig var þá vegurinn til sjálf- stæðis og sjálfstrausts opnaður þeim, þó að litlu leyti aðeins. Orðið „Club,“ sem konur notuðu almennt yttr félagsskap sinn, var mjög miklum misskilningi undirorp- ið. Karlmenn lögðu sömu meiningu í það hjá þeim, eins og það meinti fyrir þá sjálfa, n. i. staður, þar sem þeir koina saman til að reykja, spila, drekka og skrafa. En fyrir kvenn- fólkið ineinti það tækifæri, tilraunir, samvinnu og framkvæmdir, til að stækka sjóndeildarhringinn, útrýma tortryggni og brúa djúpið milli ein- staklinganna, og tengja þær vináttu- böndum, byggðum ásameðli þeirra. I þessum tilgangi mynduðust kv.- félög hingað og þangað, undir mis- munandi kringumstæðum. Inn í þau komst enginn stétta eða trúarbragða- rígur. Sami eða svipaður tilgangur tengdi þau stríðlaust saman. Sam- vinnan varð þægileg, og félagsskap- urinn bætti stórum hag þeirra, sem áður sátu sín I hverju horni, svo að segja einangraðar út úr öllum mann- legum fölagsskap, bundnar við heim- ilisskyldur sínar, sem í flestum til- fellum voru full þungar, og sjaldan upplífgandi, þegar ekkert var til að lyfta huganum út fyrir hin daglegu störf. Hin sameiginlega stefna allra þess- ara félaga, var sjálfsmenntun og tii- raun til að gjöra konurnar uppbygg- ilegri fyrir mannfélagið, og hæfari til að láta sem mest gott af sér leiða. En ekki það, að berjast fyrir eigin

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.