Freyja - 01.09.1900, Blaðsíða 20

Freyja - 01.09.1900, Blaðsíða 20
164 FREYJA ur föðnr sínum í kvennafari, hann var aldrei bendlaður við aðrar en þessar tvær konur. Aftur vaf sagt að faðir hans hefði fjölgað mann- kyninu á Italíu til góðra muna. Þessvegna var það, að ein- hver gáskafullur náungi stakk upp á því, að ítalir lánuðu Frökkum hann, því, þá var mannfæð mikil á Frakklandi. Meðan sumir hæla Humbert kon. fyrir það, hve vel hann hélt eiða þá er hann sór ríkisráðinu, lasta aðrir hann fyrir afskiftaleysi og lijárænu- skap í að láta framfylgja ríkislögun- um, út í yztu æsar, og ætla að meiri strangleik i hefði komið í veg fyrir ýins vandræði. Enværi hann afskift- alaus í heimamálum, þá átti það ei við í erlendum málum. Hann var eins mikill hvatamaður og Crispa, að Italir gengu í gamla þrenningar sambandið, skömmu eftir að hann tók við ríki. Það var og að hans ráði að ítalir fóru að seilast eftir ný- lendum við liauðahafið, sem endaði með ósigrinum við Adowa. Þó nægði það ekki til að sannfæra hann um að nýlenduhugmyndir væru ekki heppilegar fyrir ítali, því hann sýndi tilhneiging til að ná í skanka af Kína ef tækifæri byðist. I stjórnmálum Italíu er Róm þungamiðjan. Það var til að vernda hana fyrir árásum frá Frökkumað Italir gengu í gamla sambandið. Engin tilraun liefur gjörð verið til þess að saman gengi með páfanum og konungssinnum, en tíminn hefur dregið úr liatrinu, svo aðkoma hins nýja konungs er þeim mun friðlegri en var aðkoma föður hans. Þegar litið er yflr rlkisstjórn Huin- berts konungs verður ekki sagt, að hann hafl gjört mikið til að hefja þjóð sína. Ekki heldur hafa henni viljað nein stórslystil áþví tímabili, að undanskildum Abyssiníu ófriðn- um og kostnaðinum við sambandið. Sem hermaður, gjörði hann mjög vel. Sem konungur, fullnægði hann skyldum sínum án sérstakratilþrifa, en með sömu samvizkusemi sem ein- kenndi hann sem mann hvervetna. Hann var vænn maður, hugprúður hermaður, en ekki neitt framúrskar- andi sem konungur. Sonur hans, Victor Emanúel III. sem tekur við ríki eftir föður sinn,er fremur smár vexti.og hefur enn sem komið er ekki gefíð sigað stjórnmál- um, eða látið á neinn annan hátt til sín taka, nema livað hann lét- óánægju sína i ljósi yfir hrakförum Crispa í Abyssiníu leiðangrinum. Heimurinn bíður með óþreyjufuliri eftirvænting kveðjuorða hins nýja konungs. Þessi hafa borgað 3. árg. Freyju: Mrs. G Jóhannsson Winnipeg $1 miss K. M. Kri8tjáu8dóttir “ “ Þórhildur Gillis “ 50c. mrs. O. F. Anderson “ “ Friðrik Jónsson “ 75c. mrs.K.H.Kristjánsson Selkirk $1 Sigurgeir Stefánsson “ “ V. Yigfúsdóttir “ Th. Oddson mis8 H. ísherg mrs. S. Benson Björg Vestdal Sigvaldi Jónsson Sigriður Jónsdóttir mrs. M. Magnússon 50c Wild Oak $1 Otto Ieel. River “ Hecla “ Hnausa $1 50c

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.