Freyja - 01.09.1900, Blaðsíða 14
158
irilEYJA
Uppi á loftinu. yfir þeim felögum voru bundnir fangar, og þó var
þar grimmdar frost, enda höfðu ungir og hraustir menn frosið þar til
dauðs, þó skýrslurnar segðu, að þeir hefðu dáið úr sjúfcdómum.
Þegar þvl Iiobert spurði hvort þeir gætu ekki fengið hlýrra rúm,en
skitnu strádvngjuna sem þeir höfðu, var honum svarað þvl, að þeir
mættu þakka hamingjunni, að hjartablóð þeirra væri enn þá ófrosið.
„Þettað verður okkar síðasta nótt,“ sagði Róbert við félaga sinn er
hann heyrði hringla I hlekkjunum á honum. „Eg býst við þvf,“svaraði
Karmel. „Eg hef oft verið hætt kominn og þó sloppið, en nú er engin
lausnar von, og við verðum að de.yja." „Eg dæi rólegur ef ég vissi fyrir
vlst að hinir brezku sporhundar yrðu reknir, og brezka ljónið mætti til
að hjúfra sig niður I bæli sitt,“ svaraði Karmel. I þessu heyrðu þeir
lokum frá skotið og major Clondel ásamt öðrum hermanni kom inn.hélt
hann á ljósi. Bauð majorinn honum að setja Ijósið á gólfið og fara svo.
Þegar hann var farinn, sneri hann sér að föngunum og sagði:
„Jæja, drengir góðir, það er kalt hjá ykkur.“ „Yið höfum þegar
orðið þess varir,‘‘ svaraði Karmel stuttlega. „IJver ert þú?“ spurði ma-
jorinn og horfði fast á njósnarann. „Maður, eins og þú sérð, og kærður
fyrir að vera njósnari,'1 svaraði Karmel rólega. „Yið höfum sannarlega
sézt éinhverntíma, En hvar eða hvenær?“ „Máske oft. En ég gæti hugs-
að þú George Clondele kærðir þig ekki um að heimurinn vissi æfisögu
þína.“ „Svo þú þekkir mig. Viltu ekki segja mér hver þú ert?“ „Það
skiftir engu. En hvert er erindi þitt?“ „Erindi mitt er áríðandi. Þið vitið
víst að þið eruð dæmdir til dauða. “ „Við vitum það.“ „Þið vitið líka
að þið eigið engrar vægðar von.“ „Við t.rúum því að þið ætlið að hengja.
okkur. Hefðuð þið sagst ætla að náða okkur, þá hefðum við ekki trúað.“
„Þið hafið skarpa dómgreind,“ sagði majórinn háðslega. Eg ætla þð
að spyrja ykkur að einu. Langar ykkur til að lifa.“ „Auðvitað.“ „Þá
hafið þið tækifæri.V „Hvernig er það?“ „Sjáið nú til. Ef þið hafið með-
al dómgreind, hljótið þið að sjá tvennt: Fyrst, að málstaður uppreistar-
manna er slæmur, þar sem þeir berjast á móti konungi sínum. Og hitt,
að þeir hafa aldrei sigur.“ „Hvað svo?“ spurði ívarmel. „Það, að ef þið
afneitið uppreistarmönnunum og gangið I lið með oss,verður ykkur ekki
einungis fyrirgeflð, heldur skat ykkur báðum veitt héiðarleg staða í liði
konnngs vors. Hverju svarið þið?“ „Það er bezt að félagi minn svari
fyrir okkur báða,“ svaraði Karmel. „Eg vil náttúrlega heyra líka svar
hans. Hverju svarar þú?“ sagði majorinn og sneri sér til Roberts.
„Svar mitt er stutt,“ sagði Robert. „Værum við sálarlausar mask-
ínur, gjörðar til að framkvæma vilja konunga og annara stórbokka, þá
gætum við tekið boð þitt til greina. En skoðanir þínar eru algjörlega
rangar. Fyrst cg fremst eru nýlendubúar ekki skvldugir til að hlýðnast
þeirri stjórn sem I engu tekur vilja þeirra til greina. f öðru lagi eiga þeir