Freyja - 01.05.1901, Qupperneq 1
<•»
FREYJA.
IV. BINDI.
MAÍ 1901.
:i. HEFTI.
ALDAMÓT AKVŒÐI
eftir Hannes Havstein.
Sungið í samsaiti á ísafirði.
Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna,
farsæld og manndáð vek oss endurborna.
Strjúk oss af augum nótt og hann þess horfna,
hniginnar aldar tárin láttu þorna.
Dagur er risinn, 81d af öld er borin,
aldarsól ný er send að skapa vorin.
Ardegið kallar, áfram stefna sporin.
Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn.
Aldar 4 morgni vðkmim til að vinna,
vöknum og týgjumst, nóg er til að sinna.
Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna,
takmark og heit og efndir saman þrinna.
Fjallkonan unga, yngst af Norðurlöndum,
óminn fær heyrt af dáð frá systra ströndum;
bíður með þrá, sem ástmey örmum þöndum,
eftir þeim svein, er leysi hana’ af böndum.
Sólgeisla hár um herðar bjartar fellur,
hátt móti röðli fannhvítt brjóstið svellur.