Freyja - 01.05.1901, Síða 12
72
FREYJA
aður. En samt var ég sonur ffiður
íníns — manns, sem hann skoðaði
<>vin sinn, og þess yrði ég svo að
gjalda.“
,,Eg velti þessu fyrir mér á ýmsa
vegu. Við gætum gifst, þegar við
næðum lögaldri, en að gjöra það
þvert á móti vilja foður míns ogeiga
það á hættu að hann vildi aldrei sjá
mig framar, að ög mætti aldrei sjá
œskustöðvarnar eða foreldrana, sem
ög vissi að höfðu elskað mig inni-
lega, var líka voðalegt. Eg komst
þvi brátt að þeirri niðurstöðu, aðallt
sem ég gæti gjört, væri að bíða og
vona, alveg eins og mamma hafði
sagt."
„Þegar við höfðum þannig setið
nokkra stund þegjandi, tök mamma
þannig til máls:“
,Þfi talaðir um það við mig sein-
ast þegar þú komst, að þig langaði
til að fara utan. Eg hef fært það í
tal við föður þinn, og hann tók vel
á að leggja þér fö til fararinnar. Við
erum við góð efni og höfum ekki
nema ykkur drengina tvo til að
njóta þess. Einar er efni í góðann
bónda, svo faðir þinn er alveg liætt-
ur við að láta hann ganga skóla-
veginn.1
„Það er lekki að orðlengja það, ég
fór heim daginn eftir. Faðir minn
var fár og fór að vinna. Eg sagði
Stfna frá utanferð minni og kvaðst
mundu verða tvö ár utan. Komst
ég þá að þvf, að hún liefði orðið þess
áskynja að föður hennar væri illa
við föður minn, því eitt sinni hefði
hún í grannleysi svarað "því til, að
faðir Jóns (n. 1. minn) mundi vera
góður bóndi. Iiefði prestur þá beðið.
hana að nefna hann ekki við sig
því hann vildi helzt gleyma honum
ef bann gæti. Aftur á móti sagði ég
henni hvers ég hefði var orðið, og
hvað mamma sagði, að við yrðum
að bíða og vona. Okkur kom sam-
an um að skrifast ekki á, þvf prestur
var bréfhyrðingamaður, og fengi
hún bréf frá útlöndum, myndi hann
gruna, að ég væri bréfritarinn. Og
hinsvegar, ef ég sendi henni bréf í
bréfl til mömmu, gæti svo farið að
það lenti í höndum pabba, því allt
var sameiginlegt með þeim foreldr-
um mfnum. Enda höfðum við bæði
þá skoðun, að bréfaskifti elskenda
hefðu oft að vandræðum orðið, er
féllu í hendur óvinveittra eða óráð-
vandra manna.
Næsta vor fór ég til K.hafnar
með fyrstu vorskipum. Þar dvaldi
ég einn mánuð; svo fór ég yfir til
Noregs og var svo heppinn að kom-
ast inn undir hjá stóru byggingafé-
lagi, sem byggði hús af öllum mög-
ulegum stærðum og tegundum og
á ýmsum stöðurn. I þeirra þjónustu
var ég í nærfelt tvö ár. Fyrra árið
fékk ég af og til bréf frá foreldrum
mínum, þau voru mér dýrmæt, því
þau báru vott um óbreytta ást for-
eldra minna. I einu þeirra sagði
mamma: ,Gamli séra Jón er tekinn
að hrörna og hefur nú tekið sér að-
stoðarprest, ungan, gáfaðann, ný-
vfgðann prest, sem sagður er mesta
lipurmenni, en þó nokkuð drykk-
feldur.‘“
„Seinna árið var ég hingað og
þangað svo bréf mfn glötuðust á
ýmsa vegu, þó náði ég í eitt frá föður
mfnum. í því sagði hann:“ [Niðurl.)
I