Freyja - 01.05.1901, Side 13
FREYJÁ
G3
KARMEL NJOSXARI.
[Framhald.]
Rósalía var þiikklát — þakklát fyrir vináttu Maríu og meðliðun og
rólegri fyrir fjarveru Elroys, því henni hlaut að vera óhætt á meðan.
Jafnvel veikindin voru henni kærkomin svo frainarlega sem þau tefðu
fyrir giftingunni.
Eftir nokkra stund kom Richard Pemberton, sá hann brátt að Rós-
alía var þungt haldin, svo eftir að tala við hana nokkur orð, lofaði að
senda henni læknir og með það fór hann.
Læknirinn kom og kallaði veikina verstu tegund af hitasótt. Hann
skipaði að hafa sjúklinginn í herbergi þar sem hafa mætti nægan hita
og rólegheit. Svo fékk hann þeim meðöl og fór svo að því búnu. En
María var leyst frá öðrum störfum svo hún þvl betur gæti stundað sjúkl-
inginn. Sjúkdómurinn var afieiðing afofkólnun, sem Rósalía fékk þá er
hún ætlaði að strjúka með Andrew forðum. En áhyggjur og sorgir ollu
því, að hann gjörði ekki fyr vart við sig; en nú liafði hann líka gagntek-
iðallan líkama hennar.
Rósalla hafði legið heila viku og var enn þá mjög veik. Á liverjum
degi spurði hún eftir Elroy, en enginn vissi neitt um hann.
„Hann liefur frétt um veikindi mín og liraðar sér svo ekki heiin,“
sagði Rósalla einusinni við Maríu.
„Eg. held varla, því þá vissi faðir hans um hann, en ég er viss um
að hann veit það ekki, því hann er svo órólegur út af fjarveru hans,“
svaraði Marla.
Á fimmtudagskvöldið var barið hægt að dyrum, þegar læknirinn
var nýfarinn. Marfa sem var að matreiða lianda sjúkling slnum fór til
dyranna og sá skjótt að gesturinn var Kate Van Iiuter.
„Má ég ekki sjá Rósalíu?" spurði Kate I liænaróm.
María vissi að þær Rósaiía og Kate voru vinstúlkur og gat því ekki
neitað bæn hennar þó það stríddi á móti þeim regluin sem henni höfðu
verið fyrirlagðar- Hún sagði Kate að fara varlega, gjöra Rósalíu ekki
ilt við og fara brott ef hún heyrði einhvern koma. Kate lofaði fúslega
að hlýða þessu og svo fylgdi Marla henni að herbergisdyrum Rósalíu og
sagði að skilnaði:
„Gjörðu henni ekki ilt við og láttu hana ekki reyna inikið á sig.“
-Með það fór hún til verks síns.
„Ert þú þarna María?,, spurði Ilósalía, þegar dyrnar opnuðust, þvl
Ijósbirtan var svo dauf að hún sá aðeins óglöggt.
„Nei, það er ekki María,“ sagði Kate I breyttuin róm, til að ge.fa
sjúklingnum tíma til að átta sig.
„Hver ertu þá?“ spurði Rósalía.