Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 3

Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 3
 Atta mánuðir í AndesfjOllununi Eftir ludítc Pari.s II. I.add. 'l m&m®: Fréttir um gulliö í Suður-Ameríku bárust oss á Kyrrahafs- ströndinni og settu alla félágsskipun á ringulreið. Asamt nokkr- um öðrum kunningjum lagði ég því af stað til hins gullauðga lands í suðurveg. Fyrst lentum viö íTumaco, smábœ einum, sern stend- ur á lágu sandrih skammt fyrir norðan miðjarðarlínuna. Þar töfö- um við í þrjár vikur og höfðum þá fengið nóg af lofslaginu, sem er mjög óheilnœmt. Þaðan fórum við til E1 Puerto de Buenavent- ura. Bœr sá er byggður í ofurlítilli eyju í fjarðarmynni nokkru og telur um 2,000 íbúa. Þaðan er útsýni hið fegursta, og þar er að- al verzlunarstöð Cauca dalsins. Þar blasa hin voldugu Andesfjöll við auganu og sýnist skámmt til þeirra. Loftslagið er heilnæmt og þægilegt og sífelldur hressandi blœvindur utan af hafinu og innan af frrðinum. Þar feliur regn í smáskúrum á hverjum degi frá kl. 3. e. in. til kl. 3. f. rn. Þar eru engar skaðlegar flugur eða hættuleg skriðkvikindi. Aðal verzlunarvara bæjarbúa og dalbúanna er teyg- leður (robber), kínabörkur og gullsandur, sem þeirsendatil Frakk- landsí skiftumvið fatnað ogaðrarnauðsynjar. Hér dvöldum viðviku og héldum síðan senr leið lá upp eftir Dagua ánni áleiðis til Dagua vatnanna, sem hún rennur úr, en þau eru undir hrygg einurnávest- anverðum Andesfjöllunum. Þessi leið er farin á smá bátum, sern þar eru kallaðir Bungos. Með hverjum bát eru tveir svertingjar, annar í framstafni, hinn í afturstafni og stjaka þeir bátnum áfrain á milli srn. Fjórir farþegjar geta verið í hverjum bát, og verða þeir að sitja flötum beinum í miðjum botni bátsins svo honum hvolfi ekki. Þ'erðalög hér eru miðuð við tímalengd en ekki mrlnatal, og í ferð þessari eru menn þrjá til fimm daga eftir vatnsmagni árinnar. Við vorum fjóra daga á bátunum. Þegar bátarnir fara gegnum strengina í ánni, vaða svertingj- arnir sinn með hvorum stafni bátsins og knýja hann áfram þannig, að annar togar en hinn ýtir á eftir. Þriðjungurinn af þessari báta leið liggur fyrst eftir firðinum og svo skógi vaxið láglendi, svo vot- lent, að það er oftast undir vatni. A þessu svæði eru rigningar einnig daglegar. Meðfrarn Daguaánni eru hér og hvar smá kofar,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.