Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 9

Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 9
| EIÐUK HELENAK HARLOW. „Skyldi þetta ekki eiga heima á yöur, herra minn, eöa búist þér viö aö veröa fööurbetrungur? Varir móöur minnar snertu aldrei varir nokkurs manns, nema föður yðar, og ég heli nákvæmlega fylgt dœmi herinar. Hafiö þér þannig breyttaö dæmi fööur yöar?“ sagöi hún. Svo djúp fyrirlitning lá í oröum hennar að þessu barni verald- arinnar veitti örðugt að stilla skapsmuni sína. Loksins sagði hann: ,,Faöir minn hefir áunnið sér almenna ást og virðingu. “ ,,Það hefir faðir minn líka gjört, en þaö sannar engan veginn að hann hafi æiinlega breytt eins og heiðarlegum manni sæmir, né heldur það, að sonur hans sé nokkurt sérlegt valmenni. Og upp frá þessu fyrirbýð ég yður aö kannast viö mig eða ávarpa mig nokk- urssiaðar eða nokkurntíma frekar en hin sameiginlegu störf okkar út heimta, “ sagði Helen ogfór. Læknirinn horfði á eftir henni og sagöi við sjálfansig: ,,Guð minn góöur! Slíka konu vœri gott aö eiga, og maður sem svíkur aðra eins konu, er asni!“ Helen fór til sonar síns, sem strax sá að henni hafði mislíkað og sagði því: ,,Hvað gengur að þér, móðir mín?“ „Ekkert, eða hví spyr þú?“ ,,Af því mig langar til að vita það. “ „Ekkert nema það, að yfirlœknirinn hérna er frá Ross Cove Maine og hálfbróðir minn. “ „Móðir mín?“ sagði hann í spyrjandi róm og reis upp við oln- boga. „Liggðu kyr og vertu góður drengur, “ sagði' hún hlœgjandi. „Hvernig veiztu þetta? Þú hefir þóekki farið fram áað hann gengist við frœndsemi okkar?" ,, Þú þekkir mömmu ekki vel enn þá, ef þú ímyndar þér að hún gjöri slíkt, góði minn. Nei, ég bannaði honum stranglega að kannast við mig á nokkurn hátt. “ ,,Og hversvegna gjörðirðu það?“ ,,Af því að honum fyndist hannlítillœkkasig með því að kann- ast við óskilgetna systur sína, en það þoli ég engum, hvorki karli né konu og skal aldrei gjöra. “ ,,Og mér þœtti gaman að sjá þann mann, sem væri niðurlæg- ing í þvf að kynnast þér, móðir góð, “ sagði Karl, auösjáanlega upp með sér.af því að eiga slíka móður.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.