Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 5
VL jo.
FREYjA
209
um fegnir að rí&a með afturluktumaugum svo viö sæum ekki niöur
í hyldýpiö, sem gapti undir fótum okkar, en treysta eingöngu á fót-
heppni reiöskjótanna. Um nónbilið hvíldum við okkur í kofa hjá
Indíána nokkrum, sýndi hann okkur hina mestu gestrisni og vildi
ekkert fyrir taka. Eftir þetta lá leið okkar í ótal krókum fram
og aftur yfir Daguaána. A þriðja degi frá því að við fórum frá
Hauntus, áðum við rétt fyrir sólsetrið á hæstu hœðinni sem vegur-
inn lá um, hvaðan við sáum yfir hið undurfagra og frjóa hérað—
Cíuua-áa.\inn, þar sem borgin Cale (eða Carli) liggur í sinni ei-
lífu kirrð með sín fögru hvolfþök, fornhelgu turna og sígrœnu
skógargöng. Snemma um morguninn héldum við af stað of-
an af fjallinu, komum til borgarinnar kringum kl. 2 og fórum í
gegnum hana án þess að sjá nokkra hreyfingu nokkurstaðar. Kom
það til af því, að öll störf eru þar æfinlega lögð til síðu frá kl. 10
á morgnana til kl. 4 eftir miðdag. Þessi tími er sannkallaður
hvíldartími allra þar. Verzlun og önnur störf eru þar rekin á
morgnana fyrir kl. 10 og eftir kl. 4 á dagin.
Cali var byggð í kringum 1556 og taldi á sínum beztu árum
15,000 íbúa. Nú telur hún þó ekki nema 7,000, stafar sú fólks-
fœkkun af sífelldum innbyrðis ófriði. Borgin sténdur á austur-
bakka Cali árinnar. Hún er skipulega byggð, göturnar stein- eða
hellulagðar. Eftir beztu götum borgarinnar rennur gnœgð af silf-
urtæru vatni í lokuðum skurðum. Allar gangstéttir eru á tveggja
feta háum stólpum, en meðfram þeim og flestum gangstígum eru
stórvaxin, yndisleg aldintré alþakin suðrænum aldinum, en mest er
þó af appelsínutrjám. Flest eru húsin úr mjúkum múrsteini, kölk-
uð utan og innan, með háreist hvolfþök úr tigulsteini. Gluggar og
vindaugu eru á þökum uppi, var sú aðferð tekin upp á ófriðartím-
um til að komast hjá því að vera skotinn gegnum gluggana eins og
þá var títt. Fyrir þessum gluggum og vindaugum voru járn- eða
tré grindur. Gólfin eru annaðhvort hellulögð eða ber bálkurinn.
Húsmunir eru annaðhvort engir eða 1-2 trébekkir og 1 rúm úr
bambusreyr. Auk þessa eru hengirúm tíð í húsum efnafólksins.
Kringum húsin eru stórir listigarðar, fram undan hverju húsi, fram
að brautinni veit aðal hliðið og er það svo breitt að tveir ríðandi
menn geta farið samhliða inn um það. Kringum hús þessi eru há-
ir og sterkirveggir, endahafaþeir á ófriðartímum verið notaðir fyrir
vígi. I hengirólum sínum eyðir ríka fólkið mestum hluta æfi sinn-