Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 14

Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 14
218 FREYJA VI. io. ,, Já, hún er býsna lagleg kona, herra kafteirm, þó hún eigi son, en engan mann. ,,Viö hvaö áttu, Sam?“ ,,Ég á viö, herra kafteinn, aö móðir major Harlows, sem fór rétt áður en þér komuö, hafi aldrei gifzt. “ ,,Hvað! ungfrú Harlow?“ ,,Já, herra kafteinn, ég beyrði hann kalla hana móður, það heyrði ég. ‘ ‘ ,,Þakka þér fyrir fréttina, Sam. Þarna er skildingur handa þér fyrir ómakið. “ ,,Ó, þér eruð góður, herra minn, “ sagði svertinginn og velti silfrinu í lófa sínum. Eftir þetta breyttist viðmót kafteinsins gagnvart Helenu. Að vísu var hann engu minna stimamjúkur en hann hafði verið.en það var á þenna smeðjulega hátt, sem æfinlega er eins viðbjóðslegur og hann er sœrandi fyrir nœmar, kvennlegar tilfinningar, og það því fremur fyrir Helenu, sem hún vissi betur af hverju það var sprottið. Það var því einu sinni er hann var venju fremur nær- göngull, að hún sagði við hann: ,,Lékuð þér yður aldrei á skautum, kafteinn Gilbert, þegar þér voruð ungur?“ „Jú, oft og oft, ungfrú mín, það var uppáhalds skemmtun mín í þá daga, “ svaraði hann auðsjáanlega hálf hissa á þessari ó- væntu spurningu. ,, Sáuð þér aldrei stóran, durgslegan strák hrinda um koll lítillí stúlku, bara af því að hún varminni máttar og óvön svellinu, en hann vanur og gat svo vel gjört það sér að bagalausu?" „Ekki man ég nú eftir því, og ég er viss um að ef ég hefði séð nokkuð því líkt, þá hefði ég gengið nœst lífi þrælsins eða legið sjálfur að öðrum kosti. “ Helen brosti. „En setjum nú svo, að allir hinir drengirnir hefðu komið sér saman um að það vœri rétt og að þeir mættu nú gjöra það líka fyrst einhver hefði orðið til að byrja á þeim leik, ‘ ‘ sagði hún. Kafteinninn hikaði við; „Ég veit ekki hvert þér eruð að fara með mig, ungfrú. En ég get ekki ímyndað mér að nokkursstaðar fyndist hópur af drengjum, sem áliti slíkt, rétt að vera, “ sagði hann.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.