Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 13

Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 13
VI. io. FREYJA 2IJ Hann þá5i hjúkrun Helenar meöan hann var hjálpar þurfi, en þakkaöi hana hvorki með oröum né augnatilliti. Svo leit út, sem hnn ke:5; • si; rlls ekke:t u n aö lifa, en er hann varö þess vísari að hann mundi nú lifa, hugsaði hann u m þaö eitt að komast það- an eins fljótt og hann gæti. ,,Látum hann þá fara, “ sagði Karl. ,,Þetta er eðli hans og samkvœmt því verður hann að lifa. “ Doktor Edson hafði ánægju af að smá særa Helenu, án þess þó að hafa nokkurn sérlegan sigur á því. En það skeði einn góð- an veðurdag að honum var vikið úr embœttinu og annar maður settur í hans stað. Hvernig það orsakaðist vissi hann aldrei, en hann bölvaði í hljóði og beit á jaxlinn. Doktor Edson var engin undantekning í framkomu sinni gagnvart hjúkrunarkonunum við herinn. Og margar þær konur, sem ekki vildu þiggja vernd þeirra sem að völdum sátu, fundu oft sér til skaða og skaprau nar, að staða þeirra var af þeim tekin og veitt þeim, sem ljúfari voru í viðraóti við þá, án tillits til verðleika. Helen lærði margt af þessari veru sinni við herinn og eftir að hún kóm heim, sagði hún oft: ,,Gefið konunni rétt til að vernda sjálfa sig, kennið henni að gjöra það og látið hana skilja, að hún verSi að gjöra það sjálf, en gabbið hana ekki lengur með þeirri lýgi, að í karlmanninum eigi hún verndara, að minnsta kosti ekki, með- an almenningsálitið viðurkennir hana löglegt herfang hvers þess manns, sem henni er yfirsterkari að líkamskröftum, eða getur með fortölum sínum sigrast á tortryggni hennar og sjálfstœði —eða fengið hana til að treysta sér. “ Enn þá er ofurlítil smásaga frá þessum dögum Helenar ósögð, sem ekki má gleymast. A sjúkrahúsi því er hún vann við, var í þá tíð maður nokkur, Gilbert að nafni. Hann var kafteinn við her- inn og hafði fengið sár, eigi ali lítið í herðablaðið. Þegar hér var komið sögunni, var hann fyrir nokkru kominn á flakk, en enn þá ekki fœr um að taka við stjórn á herdeild sinni. Gilbert þessi var vel miðaldra, starfs og fjör maður hinn mesti og undi því illa iðju- leysinu og tók því það ráð, að hjálpa hjúkrunarkonunni—sem í þessu tilfelli var Helen, til að stunda sjúklingana. Einu sinni heyrði hún á eftirfylgjandi samtal á milli hans og svertingja nokkurs, sem þar átti heima:

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.