Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 6

Freyja - 01.05.1904, Blaðsíða 6
21 O FREYJA VI. io. ar, hvaðan það sér yfir listigaröinn sinn og upp til hinna himin- fínœfandi Andesfjalla, gleymandi hinu nálœga, laust viö áhyggjur, auöfýsn, metoröagirnd og öfundsýki, sem eitra og stytta líf annara þjóöa. A þenna hátt nýtur fólk þetta lífsins í fyllsta mœlir, náttúr- an meö örlœti sínu uppfyllir allar þeirra nauösynjar án þess að þeir sjálfir hafi nokkuð fyrir og æfi þeirra líður, laus við sorg og sjúk- dóma, eins og lygn á að sœvi fram,og líður svo þrautalaust út í haf eilífðarinnar eftir að hafa náð hárri elli. Anægðasta fólk í heimi. A öllum mínum ferðalögum hefi ég einungis fundið fólk í ein- um stað á hnettinum, sem er ánægt, og það er fólkið í Cauca-daln- um. Þar eru engir sjúkdómar, engir læknar, engir lögmenn, ekk- ert málaþras, engin réttarhöld, engir skattar, engir glœpir, engin verzlum (nema á smámunum einum), enginn skortur, ekkert strit, enginn kuldi né ofsa hiti, ekkert langdegi né skammdegi,engar ofsa rigningar né of-þurkar, engar landplágur af skaðlegum eða viðbjóðs- legum skriðdýrum eða fleygum skorkvikindum, engar engisprettur og engir froskar til að trylla manninn með óhljóðum sínum eða til að raska draumró hans. Frí af öllu þessu getur hann því notið sælu af lífinu og glatt sig við hina margbreytilegu náttúrufegurð, og mett- að augað af að horfa á skýin leysast í sundur. og renna saman í nýj- ar og síbreytilegar myndir, sem á leið sinni um himingeiminn tylla sér á hina snætypptu tindá á hinum himingnœfandi Andesfjöllum, sem blasa við auganu beggja vegna dalsins. Niður fjallahlíðarnar liðast ár og lækir, og fylla loftið með þægilegum, svæfandi nið, og er sólin speiglar sig í vatninu silfurtœru, er það eins og gull-lindar eða gulllitir lifandi ormar liði sig niður eftir fjalls-hlíðunum á allar hliðar. Og hví skyldi fólkið ekki vera ánœgt í slíku landi? og þó er enn þá nokkuð ósagt. Innbúarnir í Cali eru Negrar, Indíánar, Spánskir og spánskir kynblendingar, og telja hinir hvítu menn ekki nema einn fimmta allra innbúanna. í Cali er að eins eitt gistihús, þar gistum við meðan við dvöldum í borginni, og fengum allar okkar nauð- synjar og sælgæti, sem héraðið er svo auðugt af fyrir $2. um vik- una. Súkkulaðe og sætabrauð var okkur fært í rúmið ámorgnana, morgunverð hafði það kl. 10, miðdagsverð kl. 3 og kvöldverð kl. 9. I Cali eru nokkrar kyrkjur og einn háskóli. Kyrkjurnar eru óvand- aðar byggingar, með Rostrmn eða prédikunarstól fyrir prestinn, en

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.