Freyja - 01.05.1906, Qupperneq 8

Freyja - 01.05.1906, Qupperneq 8
FREYJA VIII. io. ^38 Innganguk. Náttúran gefur einum og sérhverjum einstakling eitthvaö það, sem einkennir hann frá öllum öörum, andlega eöa líkamlega — kannske hvorttveggja. Alveg eins og hver árstíöa fylgir eftir ann- ari með sín fegurðareinkenni, þannig er tilvera einstaklinganna breytileg. Hún á, ef allt fer skaplega, sitt vor, sumar, haust og vetur. En þessar breytingar eru venjulega svo hægfara að maöur tekur naumast eftir þeim. Um fá börn er hœgt að segja að þau bara vaxi. Þau þurfa á ást og umhyggju aö halda, alveg eins og blómiö þarf á sól og regni aö halda, ef þau eiga aö vaxa samkvæmt lögum náttúrunnar, en ekki gagnstoett þeim. Lœrðu aS þekkja sjálfa þig, er nauðsynlegt fyrir alla, ekki sízt ungar stúlkur. Allar stúlkur vilja vera fallegar og aðlaðandi, og margar halda að þær séu það, ef þær hafa tindrandi augu, mik- iö hár og falleg föt. Allt þetta er í sjálfu sér gott, en það er ekki einhlýtt. Sönn fegurð byggist á góðri heilsu, góðum siöum, og hreinu og kærleiksríku hjarta. Stúlkurnar eiga aö hugsa snemma um framtíö sína, hvernig hún eigi að vera, til þess hún verði sjálfum þeim til gleði og sóma og heiminum til blessunar. Góð heilsa er eitt af aöal skiljjrðum fyrir framtíðar farsæld og nytsemi sérhvers einstaklings í mannfé- laginu og þess vegna ber að gæta hennar vandlega og byrja á því snemma. Sérstaklega er það móðurinnar verk að gjöra það, því allt frá tilveru barnsins stendur hún því næst. Hún annast það á ungbarnsárum þess, leikur viö það á unglingsárum þess, segir því tilsiðanna ogbendir því áveginnsemþaö á að ganga. Hún er fyrsti kennari þess og á öllum öörum fremur aðvinna ást þessog tiltrú. Mœður! Gleymið ekki skyldum j-öar gagnvart börnum yðar, þœr byrja snemma en enda seint. Kennið þeim að þekkja sig sjálf og tilgang tilveru sinnar — þekkja framþróun lífsins, göfgi þess og hreinleik. Látið börn yðar ekki þurfa að sækja ráðningu á hinum alvarlegustu gátum lífsins út á villigötur heimsins. Kennið þeim að tilveran sé háleit og göfug, uppruni lífsins og áframhald þess á- Eramhald á bls. 241.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.