Freyja - 01.05.1906, Síða 21

Freyja - 01.05.1906, Síða 21
VIII. 10. FREYJA 245 Konur á starfsviði heimsins. Eftir þá sera vita. [NiSurlag frá 8. tölubl. Freyfu.\ A síðasta Manitóba-þingi mætti nefnd kvenna fyrir hönd W. C. T. U. félagsins, sem fór fram á aö giftingaraldur kvenna vœri færður frá 14 upp í 18 ára aldur. Sýndi framsögukona málsins með góðum rökum fram á það, að á 14 ára aldri vœru stúlkur al- mennt skoðaðar börn og það jafnvel fram undir 18 ára aldur. Hún hélt því fram að gifting kvenna svo ungra hefði skaðlegar af- leiðingar fyrir aldna og óborna, þvf bœðj hindraði það þroska inna ungu mœðra, og sjálfar hefðu þær hvorki vit eða þolinmœði til að fara með ungbörn á þeim aldri. Hélt hún því fram að stúlkum vœri oft misboðið undir núverandi lögum og giftar hálf nauðugar eða alnauðugar á þessum árum frá 14 til 18. Vitanlega bæri meira á þessari misbrúkun meðal hins óupplýstara fólks sem árlegaflyt- ur inn í landið. Máli sínu til sönnunar tilnefndi hún nokkur dæmi er hún sjálf vissi um. Eittaf þessum dæmum var þetta: ,,Vinkona mín hafði í þjónustu sinni 14 ára gamla stúlku er henni og öllum líkaði vel við. Einu sinni kemur faðir hennar og segir henni að heima hjá sérsé maður, sem vilji fá hana fyrir konu. Stúlkan hafði aldrei séð manninn og vildi með engu móti fara. Faðirinn varð reiðu'r og sagði hún skyldi fara og tók hanameðsér. Þegar hún sá manninn neitaði hún með öllu að giftast honum. Var hún þá lokuð inni í herbergi sínu nálægt viku og fékk lítið og lélegt að borða. Lét hún þá undan ogvar gift manninum. Dag- inn eftir kom hún til fyrverandi húsbœnda sinna grátandi, og ósk- aði að eitthvaS kœmi fyrir svo hún ekki þyrfti að fara með manni sfnum aftur, því hún hataði hann. Maðurinn hennar var stór og svolalegur, en ekkert vald á himni né jörðu gat frelsað þetta barn frá þessum manni, því þafi sem guS hefir samtengt má maðurinn ekki sundurskilja! Lögin sem eiga að vernda lítilmagnann náðu ekki til hennar, en þau tryggðu svolanum barnið — konuna hans til œfilangra afnota! Annar faðir kom til dóttur sinnar sem einn- ig var í enskri vist, og sagði henni að í kyrkjunni biði maður, sem vildi fá hana sér fyrir konu. Stúlkan neitaði, en það kom fy rir

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.