Freyja - 01.05.1906, Page 22

Freyja - 01.05.1906, Page 22
246 FREYJA VIII. 10. ekkert. Faöirinn átti dóttur sína og máttigefa hana hverjum sem hann viidi svo framarlega sem þaö var lögum samkvæmt. Svo var 15 ára gömul stúlka gefin hálf fimmtugum skrögg og þaö þó hún félli í bivert öngvitiö á fœtur ööru meðan á hjónavígslunni stóö. “ Nefnd sú er frá hálfu þingsins tók á móti og hlustaöi á mál W. C. T. U. nefndarinnar tók máli hennar mjög vel og fylgdi því vel á þinginu.en fékk fyrir það ákúrur hjá Roblin, sem brigslaði þeim um að hafa orðið fyrir áhrifum þessara kvenna sem vceru að sletta sér inn í málefni er þeim kœmi ekki viö og þær hefðu ekki vit á, kvaðst hann ófús að gjöra nokkuð það að lögum, er fœldi fólk frá að flytja inn til Manitóba. Sumir af þingmönnunum álitu að engum kœrni þetta málfremurvið enkonum og Chevrier þingm. Liberala hélt gagnorða ræðu rnálinu til styrktar. Gamli Tailor kvaðst honum samþykkur að því er þetta mál snerti, menn þyrftu ekki annað en stinga hendinni í sinn eigin barm, líta á sín eigin heimili til að sannfærast um að 14 ára stúlkur væru bara börn. Álit nokkurra lækna var og fengið viðvíkjandi afleiðingúm þessara barna giftinga og kom þeim saman um að rnikið af þexm mikla ungbarnadauða sem nú œtti sérstað, ætti þangað rót sínaað rekja. Þó að sumar konur þroskist svo snemma að þær gætú sér ög öðr- um að skaðlausu gifzt innan 20 ára, þá eru þær fáar, og almenna giftinga-aldurs-takmarkið œtti að vera 21 ár. Það var álit þeirra, aö engin stúlka oetti að giftast innan 18 ára. Málurn var þannig miðlað að framvegis er giftingaraldur kvenna í Manitóba bundinn við 16 ára aldurinn. Af þessu eru auösæ áhrif kvenna. Ef þær aðeins vissu hvers þær þörfnuðust og tœku sig saman til að biöja um það, mundu þær fá það. Er það ekki merkilegt að prestarnir, sem gjöra sér svo mörg ómök til þess að. hindra hjónaskilnað, skuli ekki líta eftir að önnur eins níðingsverk séu ekki framin á ósjálfstæðum börnum eins og dæmin hér að framan sýna? Fengist enginn prestur til að binda slíka hjúskaparhnúta þá yrðu þeir ekki bundnir í Canada. Skyldu prestarnir vera eins ábyrgðarlausir í þeirn. sökum fyrir guði eins og. þeir eru fyrir mönnum?

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.