Freyja - 01.03.1909, Blaðsíða 6
FREYJA
XI. 8-
190
Stúlkurnar í fangelsinu.
Eftir William Allen White — í Emporia Gazette.
Mörgum þykja örlög kvennréttinda stúlknanna, sem
reyndu aö afhenda stjórnarformanninum Asquith bænaskrána
hiægileg og jafnvel makleg, Þó er í raun og veru ekkert
hlœgilegt viö þau.
Fjórar eöa fimm konur af góðum ættum eru settar í fang-
elsi í heilan mánuö fyrir verk, sem ekki œtti aö teljast af-
brot í neinu landi,þarsem frjálst stjórnarfyrirkomulag erann-
að en nafniö eitt. Þar sem það er skoðaöur glœpur að afhenda
embættismanni stjórnarinnar bcenarskrá, þá er sú stjórn
oröin þrönsýnni en Hinrik konungur VIII. var. Sagan sýnir
að honum hafi verið gjarnt til að hálshöggva og brenna fólk,
en hann hlustaði þó á bænir þess, og þess er hvergi getið að
hann tœki það af lífi einungis fyrir að biðja.
Sé fangavist þessara kvenna hlægileg, er hún hlœgileg-
ust fyrir heimsku eða illgirni þeirra er dæma slíka dóma.
Konurnar, sem í fangelsinu sitja, hafa hugrekki píslarvotta
allra alda, sem berjast og barist hafa fyrir góðu málefni og
vita, að með því að líða, vinna þær málefninu mest gagn.
Það má nœrri geta að góðum og vel upp öldum stúlkum sem
aldrei hafa umgengist annað en gott fólk, finnast það engin
sœldarkjör að umgangast gloepafólk af öllum stiguin, vinna
með því og lúta sömu lögum og reglum. Þær hefðu getaö
komist hjá fangavistinni með því að borga sektir og gefa
tryggingu fyrir því sem stjórnin kailar ,,góðri hegöun. “
Það þýddi aðgjörðaleysi, og þær vissu að ekkert vinnst með
því móti, en að hinu leytinu hafa öll málefni sem nokkurs er
um vert átt sína píslarvotta. Fyrir píslarvætti þeirra hefir
unnist hlutekning fólksins og svo mun enn verða.
Sem stendúr skoða margir Englendingar kvennréttinda
baráttuna, sem hiægilegt uppþot. Englendingar eru alvöru-
menn og seinir að skilja spaug, og jafn seinir að ná sér eftir
að þeir loksins skilja það. En í eðli sínu eru þeir sanngjarn-
ir. Og einhverntíma kemur sú tíð —kannske áður en langt