Freyja - 01.03.1909, Page 10

Freyja - 01.03.1909, Page 10
FREYJA XI. g. 186 „Málrómur hans er hérna í plötunni þeirri arna,“ sagöi hann og tók nú umbúðirnar af kringlóttri plötu, sem legiö- hafði á arinhillunni. Rómu brá mjög, hún stóö hastarlega upp en settist svO' aftur og sagöi rólega: ,,Haltu áfram. “ ,,Þegar faðir þinn var fluttur til Elba, fékk hann aö vera laus. Vanalegur útlegðartími slfkra fanga er frá einu til fimro ára, en stjórnin haföi ávalt ráð með að teygja hann. Hann, sá gamla fanga fara og nýja komaog með síðari hópnum barst bergmálið utan úr hinum starfandi heimi inn í þessa gröf lif- andi manna. “ ,,Frétti hann nokkurntíma tif mín?“ ,,Já, til okkar beggja, Einhver fangí sagði honum frá David Rossi og af verkum hans þekkti hann David Leone, drenginn sem hann tók að sér og uppfræddi og langaöi þvf til ;>ð koma orðum til hans. “ ,,Um hvað?“ ,,Fangarnir geta hvorki fengið bréf né sent frá ser bréf svo þau séu ekki lesin af sporhundum stjórnarinnar og stungið undir stól ef þurfa þykir. Loks kom þó tækifæri þannig, að einn fanginn hafði ineð sér málvél og talaði faðir þinn í hana og hér á þessari töflu er orðsending hansog kveðja. Fanginn íoerði mér hana, “ Rossi fékk henni töfluna, utan á hana var þrikkt: ,,ÚrFaust.“ En innan á hana ritað með ritblýi: ,,TiI D. L. til aö eyðileggjast ef þjngmaðurinn, David Rossi finn- ur hann ekki. “ ,,Og þetta er rödd föður míns, “ sagði Róma í Idökkum róm, ogvið glætuna frá eldinum sá Rossi að hún var náföl. ,, ]á, og hinnsta kveðja. “ ,, Hann er þá dáinn?“ ,,Dáinn fyrir tveim árum. Treystir þú þér til að hlusta?“ ,.Byrjaðu. “ sagði hún lágt. Hann setti plötuna í vélina. Ósjálfrátt greip hún um handlegginn áhonum þegar vélin fór af stað og gegnum málm hreiminn hóf röddin sig hrein og skœr: ,,David Leone! —hinn gamli vinur þinn, dr. Rosselli sendirþér hinnstu kveðju sína —. “ ,,Bíddu!“ sagði Róma og herti ósjálfrátt takið á hand- eggnum á honum, leit svo í kringum sig eins og. hún byggist

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.