Freyja - 01.03.1909, Side 13

Freyja - 01.03.1909, Side 13
.8 .XI FREYjA væri hrædd um að missa vald yfir tilfinningum sínum ef hún tefði lengur. ,, Eftir þetta verðurhún aldrei þessum manni aö bráð, “ hugsaði Rossi og fór að skrifa. En nóttin umkringdi hann, því ljósið hans fór með henni. XII. Rossi var tœplega klœddur morguninn eftir, þegar barið var að dyrum og Brúnó kom inn lúpulegur og hikandi. ,, Þér íarið ekki til Donna Róma í dag, herra, ‘ ‘ sagði hann, ,, Og hví ekki?“ ,,Hafið þér séð myndina af yður?“ ,,Tœplega. “ ,,Sama er meðmig. Hún hefir passað það vel, lokaðhana af og látið annan en mig hjálpa sér með hana. Samt sá ég hana þegar hún byrjaði og veit hvað hún þýðir.“ ,,Og hvað þýðir hún?“ ,,Júdas. Júdas! Og þér sátuð fyrir þeirri niynd í fjóra daga og vitið þó ekki að hún á að tákna júdas Iskaríot og skreyta gosbruunsskálina ásamt hinum postulunum, á kaup- torginu þar sem allir geta bent á yður. “ ,, Er þetta allt?‘ ‘ ,, Allt! Allt! Andstyggileg skrípamynd af yður á miðju torginu, gjörð í versta tilgangi! I dag hefir hún gestaboð, og inyndina til sýnis yður til háðnngar! Hafið ráð þó heimskur kenni og farið hvergi, herra Rossi.“ ,, Brúnó, ‘‘ sagði Rossi og tók í öxlina á honum. ,, Heyrðu mig nú í eitt skifti fyrir öll. Verið getur að Donna Róma hafi notað mig sem fyrirmynd Júdasar, og fyrst þú segist hafa séð það, er það líklega svo. En þó hún hefði haft mig fyrir fyrir- mynd Andskotans. skyldi ég samt fara og treysta henni að eilífu! ‘ * ,,Skylduð þér þó?“ ,,Já, svo hjálpi mér guð! Láttu þérnægja þetta, vinur, og tölum svo ekki meira um það. “ Þegar David fór af stað til aðheimsækja Rómu var óvana- lega margt fólk á strætunum. Þyrptist það áöll götuhorn til aö

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.