Freyja - 01.03.1909, Side 14
igo
FRE'/Ja
XI. 8
íesa stóra auglýsingu, sem fest hafði verið upp hvar sem fœri
gafst. Neðan undir henni var innsigli Innanríkismálaráðgjaf-
ans og hljóðaði yfirlýsingin á þessa leið;
,,Rómaborgarmenn! —Þar eö stjórnin hefir hleraö, að
hópar af ósjálfstœðu íólki, óvinir r'kis vors og þjóðfélags,
undir forustu útlendra Lýðstjórnarsinna, guðleysingja og An-
archista séu að œsa þjóðina til uppreistar gegn lögum, sömd-
um af löglegum fulltrúum þjóðarinnar og undirrituðum af
konungi vorum, og á þann hátt vekja óeirðir, sem ósamboðn-
ar eru jafn siðaðri og göfgri þjóð, og myndi mjög lítilækkaoss
í augum annara þjóða. Þá gjörir stjórnin hér með þá yfirlýs-
ingu, að hún lýður engum að brjóta eða lítilsvirða landslögin,
Þess vegna bannar hún öllum stranglega að halda opna fundi
á nokkrum opinberum stöðum úti eða inni, ergtuðla megi að
því, að vekja framan nefndar óeyrðir. ‘ ‘
------o-------
XIII.
Akvegurinn og sléttan umhverfis Trinita de Monti var
þakin af hestum og alls konar kerrum og léttivögrium ogher-
bergi Rómu full af fólki þegar Davidkom. Hann varhœgur
eins og menn, sem venjast því aö eftir sér sé tekið og um sig
talað miður góðgjarnlega, Róma tók vel á móti honum og
sagði svo hátt að sem flestir mættu heyra: ,,Velkominn, hr.
Rossi! Loksins komið þér þó. “ Lœgra sagði hún : ,,Vertuná-
lægt mér og farðu ekki fyr en ég leyfi þér. “
David varð starsýnt á hana. Sami eldurinn og kvöldið
fyrir brann úr augum hennar, svipurinn var hátíöiegur, líkt
og hetjunnar, sem berst við voðalegan liðsmun — viss um
sigur. en ákveðin í að íalla aö öðrum kosti.
Gestirnir skiftust í fjóra hópa. I þeim fyrsta var barón
Bonelli, stóð hann þögull og hátíölegur með kulda glott á vör-
um hjá hœgindastól greifainnunnar,frænku Rómu, sem núvar
öll upp dubbuð úr ilmvatni og dupti og þakin í koddum og
púðum. I öðrum hópnum var Don Camillo og nokkrar hefð-
ar dömur kátar og máiskrafsmiklar. I þriðja hópnum Lena
og Olga fréttaritararnir og Madame Stella, týzku konan, og