Freyja - 01.03.1909, Page 16

Freyja - 01.03.1909, Page 16
FREYJA XI. 8. pý2 ekki allar ríkar. Til dœmis gæti madama Stella tekið allt sem ég á upp í skuldir, og skyldi nú borgarstjórinn ekki —‘ ‘ ,,Senator Palombol“ sagöi Felice og litli borgarstjórinn kom inn. ,,IIeyröi ég rétt, vareinhver aö tala um mig?“ sagöi bann er bann haföi beilsaö með bugti og beygingum. ,rÞér heyröur rétt, “ sagöi Róma, ,,því ég var aö segja: ogskyldi nú borgarstjorinn bætta viö aökaupa gosbrunnsker- iö mitt------- . “ Borgarstjórinn bló drýgindalega. ,,Róma!“ sagði frœnka hennar í aðfinnslu og rr.öglunar- róm. ,,Ég hefi fullnœgt skyldu minni viö þig og vil nú láta bera mig inn í mitt herbergi, ef boróninn vill hjálpa mér. Nat-al-in-a! Hvar er Natalina?“ Nú nrðu ótal hendur á lofti til aö fara meö gömln kon- una og er baróninn meö gamla kuldabrosiö á vörunum, hvarf inn úr dyrunum á eftir henni varð mörgum hið sama aö orði: ,,Hann er dásamlegur maöur!“ I þessu kom prinsessa Bellene og lifnaöi þá yfir öllurrt og samtaliö varð fjörugra. ,,Eg er sein, “ sagði hún. ,,Ég komst varla áfram fyrir manngrúanum. “ ,,Manngrúa?“ ,,Já, manngrúa. Það eru öll stræti full af fólki. Það á víst að mótmœta einhverju. Fátoeklingingarnir eru æfinlega aö mótmæla. “ ,,Ó, hafið þér ekki heyrt það, Donna Róma?“ spurði Don Camillo. ,,Nei, ég vann í alla nótt og þaö sem af er deginum og hefi því ekkert heyrt, “ sagði Róma. ,,Jæja, til aö koma í veg fyrir önnur eins ólœti og í gær hefirkonungurinn boðið ríkisráðinu að taka í taumana, svo nú er öllu slíku lokiö.“ ,,Og það þýðir—?“ ,,Aö nú er Innanríkismálaráögjafinn einvaldur, og hefir fyrirboöið öll fundahöld opinberleg eöa leynilegog sérstaklega fundinn sem halda átti í Coliseum. “ ,,Gott, vér höfum fengiö meira en nóg af þessu frelsis- skrafi fyrirfarandi, “ sagði Mario greifi. ..Og œsingarœðum óeyröarseggjanna, “ sagði Stella.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.