Freyja - 01.12.1909, Blaðsíða 2
98
FREYJA
XII 5-
Þeim fylgir ei auður, — eitt blá-fátækt blað,
af blessunaróskum samt hlaðið er það,
og alt, sem að göfgast ég kendi og kvað,
það kemur með gjöfinni líka.
Guð veit að ég ann yður, vinir,
—já. vinir hvort eru’ eða Iiinir.
Því mun-klökkur hugur ei hugsar um stríð.
hann hugsar um jólanna gleði.
Guð blesssi’ yður öllum þá gleðinnar tíð
og gefi að hún verði yður farsæl og blíð.
Ur konungsins höllum og kotungsins, hríð
öll hverfi, sem amar að geði.
—Nú vil ég með sólfari sveima
og sjá yður, vinina heima.
DÓMGREIND.
Þú þykist viss þú sjáir glampa á gull
í grafnings aur hjá hrjúfurkletta skorum.
Öll rœðan þín um það er bara bull
og blekking tóm, því þar er ekkert gull,
en mýrarljós, sem flöktir yfir forum.
• Kr. Stefánsson.
f
' 1