Freyja - 01.12.1909, Blaðsíða 14
I IO
FREYJA
XII 5.
„Komdu inn og setta þig-niður við dyrnar, þar sem ferska
loftið nær til þín. Eg var einmitt að óslca eftir einhverjum rétt
núna til að rabba við.“
•Jana frænka var verulega heimamannleg, brosandi af ánægju
yfir gestakomunni. Hún iagaði á sér gleraugun, og settist gengt
rnér við dyrnar. Golan bar til okkkar iim blómanna af Kentucky
sléttunum, enda var þetta seint í júní og blágresi og smári upp á
sitt hið bezta,
Jana var vel við aldur og minti mig æfinlega á hverfandi tíma
og kynslóðir. A gólfinu voru dúkar, ofnir úr afklippum og útslitn-
um fötum. Stólarnir voru gamlir og sinn úr hverri áttinni, en all-
ir höfðu þeir drif-hvíta bakdúka 0g mjúkar sessur. Rúmið var á-
kaflega viðarmikið með afar háum höfðagafii. Srifborðið og mat-
borðið úr skínandi eik.alt frá eldri dögum,þegar fólk hafði einungis
þarflega muni í húsum sínum.en ekkert óþarfa glingur til að auka
vinnu og útgjöld. Sjálf var hún partur af öllu þessu og átti þar
sýnilega heima. Hún var í bláflikróttum léreftskjól með heiðarlega
léreftssvuntu með stórum vasa, sem ætíð var fullur af handhægu
verkefni, priónlesi eða öðru, Um hálsinn hafði hún hvítan klút,
nældan með brjóstnál, sem silfurgrár hárlokkur hringaðist í, undir
sléttu gleri. A höfðinu hafði hún kappa, bundinn með breiðum
silkiborða. Þar var ekkert útflúr, eins og nú tíðkast svo víða.
Röddin var mjúk, en þó auðheyrt að hún hafði mist nokkrar fram-
íennur, því hún drap töluvertí skörðin. En skapið var ungt á-
kveðið og f jörugt, og hláturinn léttur sem b irns.
„Já, ég er að sauma rúmábreiðu úr afklippum — eldgömluns
leifum, líklega 20 ára gömlum, sem ég rak mig á upp í geymslu-
lofti, þegar ég var að taka þar til í morgun,“ sagði Jana og klipti
hverja ferhyrnuna á fætur annari. „Ég hélt ég væri. búin að fá
nóg af þess konar vinnu, en mér er líklega áskapað að gjörá eina
enn áður en ég dey. Sumt af þessu hlýtur að vera 30 ára gamalt,
og yfir þessu hefi ég setið og hugsað um löngu íiðna atburði. Þetta
er,“ sagði hún og hentitil mín nokkrum pjötlum, „úr blá-hvítum
léreftskjól sem ég fökk vorið áður en Abrham dó. Þegar ég fór 5
sorgarbúning og gaf Mary systur minni hann, var hann óskemdur.
Nú Láta léreftin sig við fyrsta þvott og verða ónýt við þaun næsta^